is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15253

Titill: 
  • Samsláttur félagsfælni og kannabishæðis: Áhættuþættir og afdrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sífellt fleiri rannsóknir birtast um skaðsemi kannabisefna. Áhættuþættir eins og upphafsaldur (e. age onset) og undirliggjandi geðraskanir hafa verið mikið til umræðu og þá sérstaklega tengsl kannabisneyslu og geðraskana. Markmið þessarar rannsóknar er að skoða samband félagsfælni og kannabishæðis, hversu algengur samsláttur (e. comorbidity) sjúkdómanna er og hvor greiningin kemur á undan. Einnig er kannað hvort upphafsaldur neyslu eða samsláttur sjúkdómanna séu áhættuþættir þegar kemur að afdrifum einstaklinga. Notast var við afturvirk rannsóknargögn úr SSAGA-II geðgreiningarviðtali (e. Semi-Structured Assesment of the Genetics of Alcohol-II) sem fengust úr viðamikilli rannsókn á vegum Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) og Íslenskrar erfðagreiningar. Þátttakendur voru 208 einstaklingar með kannabishæði og greindust 23 þeirra einnig með félagsfælni samkvæmt DSM-IV-TR. Fimm tilgátur voru prófaðar í þessari rannsókn og því spáð að: i) algengi félagsfælni sé hærra hjá kannabisfíklum en í almenningsúrtaki; ii) að greining á félagsfælni komi á undan greiningu kannabishæðis; iii) að karlar greinist frekar með samslátt kannabishæðis og félagsfælni en konur; iv) að upphafsaldur neyslu hafi áhrif á þróun notkunar og afdrif einstaklinga: a) að þeir sem nota kannabisefni fyrir 16 ára aldur fari fyrr í reglulega neyslu, b) séu að meðaltali lengur í samfleyttri daglegri neyslu, og c) að afdrif þeirra séu lakari en þeirra sem neyta kannabisefna fyrst eftir 16 ára aldur; og v) samanborið við þá sem aðeins eru með kannabishæði fara þeir sem eru með samslátt seinna í meðferð eftir fyrstu notkun. Niðurstöður sýna marktækan mun á lífstíðaralgengi félagsfælni að hluta. Algengi félagsfælni er hærra meðal kannabisfíkla en í almenningsúrtaki í tveimur íslenskum rannsóknum, en ekki miðað við bandarískt úrtak. Félagsfælnigreining kemur í flestum tilfellum á undan greiningu kannabishæðis og er munurinn marktækur. Öfugt við þriðju tilgátu er samsláttur ekki algengari meðal karla en kvenna - enginn kynjamunur kom fram. Upphafsaldur neyslu hafði ekki áhrif á þróun neyslu, menntunarstig, atvinnustöðu eða sjálfsvígshegðun en tengdist aukinni andfélagslegri hegðun í hópi þeirra sem neyttu kannabisefna fyrst fyrir 16 ára aldur. Andstætt spá fóru þátttakendur með samslátt fyrr í meðferð en þeir sem ekki höfðu samsláttinn. Mögulegar ástæður niðurstaðna eru ræddar.

Samþykkt: 
  • 28.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samsláttur félagsfælni og kannabishæðis-Áhættuþættir og afdrif.pdf559.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna