is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15255

Titill: 
  • Tækifæri fyrir FISK Seafood á innanlandsmarkaði : hver eru tækifæri sjávarútvegsfyrirtækis til sóknar á innanlandsmarkaði með fiskafurðir? : tilviksrannsókn fyrir fiskbúð á Sauðárkróki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leitast var við að svara rannsóknaspurningunni: Hver eru tækifæri til sóknar fyrir sjávarútvegsfyrirtæki á innanlandsmarkaði með fiskafurðir? Með hliðsjón af FISK Seafood. Kannaður var grundvöllur fyrir fiskbúð og veitingastað á Sauðárkróki. Í samvinnu Matís, Landlæknisembættið, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri var gerð fiskneyslu og viðhorfskönnun hjá Íslendingum og voru niðurstöður úr þeirri rannsókn notaðar til þess átta sig á tækifærum á markaði.
    Helst var unnið með niðurstöður könnunarinnar er vék að þeim hóp sem kaupir í matinn fyrir sitt heimili. Leitast var eftir því að finna þau atriði sem skipta mestu máli við kaup á fisk, hvar fólk kaupir fisk og hversu mikið eða oft fiskur er borðaður. Niðurstöður úr könnuninni sýndu að fiskur nýtur vinsælda og stór hluti fólks neytir fisks tvisvar eða oftar í viku. Hlutir eins og verð, ferskleiki, og aðgengi skipta miklu máli og fólk er almennt á því að fiskur kosti mikið en finnst það samt þess virði að kaupa hann. Verðþróun á nokkrum fiskafurðum var tekin saman og sýnir 7-10% hækkun á ári síðustu tíu ár.
    Einnig var notast við gögn frá Hagstofu Íslands, FISK Seafood, Skagfirðingabúð Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki og ráðleggingar Landlæknis og Lýðheilsustöðvar.
    Þjónustumarkaðs blanda (e. services marketing mix) var sett upp og SVÓT greining framkvæmd fyrir fyrirhugaða fiskbúð. Miklir möguleikar virðast fyrir hendi og einungis spurning um það hvernig menn vilja nýta þá. Sölutölur úr Skagfirðingabúð sýna að selt magn fisks og fiskafurða er langt undir hvort heldur sem er viðmiðum um ráðlagða neyslu einstaklings á ári eða meðaltals neyslu úr könnunum er liggja til grundvallar fyrir útreikning neysluverðsvísitölu sem bendir til að ætla að fólk kaupi eða fái fisk eftir öðrum leiðum en að kaupa hann úr hefðbundnum matvöruverslunum. Í Skagafirði búa u.þ.b. 4200 manns. Markaðssvæðið stækkar með betri samgöngum og mikil fjölgun ferðamanna á síðustu árum gefur tækifæri til sóknar. Miklu máli skiptir fyrir matvöruframleiðendur og verslanir að meðferð hráefnis og öll umgjörð sé með þeim hætti að ýtrustu kröfum sé fylgt og er fiskbúð þar engin undantekning. Fiskur er viðkvæm vara og auðvelt að eyðileggja með rangri meðhöndlun. Meðhöndlun, kæling, geymsla og pökkun skipta öllu máli og vanda þarf val á vinnslubúnaði.
    Niðurstaðan er sú að pláss er fyrir fiskbúð á Sauðárkróki. Tækifærin liggja í því að bjóða úrval af ferskri hágæðavöru á hóflegu verði, nýta tæknina við sölu og markaðssetningu og nýta sér aukinn ferðamannastraum. Það þarf að vinna gegn fisksölu á s.k. svörtum markaði og fá fólk til að taka þátt í verkefninu með almannahagsmuni í huga, þ.e. meiri gæði, meira úrval, betri þjónustu og lægra verð.
    Lykilorð: (5) innanlandsmarkaður, fiskneysla, fisksala, fiskbúð, tækifæri

  • Útdráttur er á ensku

    Which opportunities do fisheries companies have for increased participation on domestic market for fish and fisheries products? In the project basis for fish-shop and restaurant in Saudarkrokur were explored. Survey of fish consumption and sentiment was conducted. The survey results were used to realize the market, results that showed that a large portion of people consume fish twice or more each week. Factors such as price, freshness, and accessibility are important. People generally think it is worth to buy fish even though fish costs a lot.
    Service marketing mix was set up for the proposed fish shop parallel to SWOT analysis. It seems as there is vacuum in the market for the fish and fisheries products in Saudarkrokur. Offering a range of fresh high quality products at reasonable prices, can be the base line for fish shop that can take advantage of sales and marketing activities and increased tourism. Prosperous fish shop in Saudarkrokur can thrive once "black market business" of fish has been closed. Effort to get people to participate in the onset of the fish-shop can facilitate success, including public interest, namely higher quality, more variety, better service and lower prices
    Keyword (5) Opportunities, fish-shop, fish-sale, survey, market,

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerd_sjavarutvegsfradi.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna