is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15259

Titill: 
  • Gæðakerfi fyrir flutning og meðhöndlun á ferskum fiski hjá Eimskip Flytjanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessar verkefnis var að athuga hvort fiskflutningsdeild Eimskip Flytjandi uppfylli kröfur gæðastaðalsins Global Standards for Storage and Distribution til að öðlast gæðavottun og ef ekki, hvaða kröfur þyrfti að uppfylla.
    Niðurstöður sýna að fiskflutningsdeildin uppfyllir rúmlega helming krafanna eða 52%. Kröfur sem uppfylltar eru að hluta til en þarf að bæta voru 6% og óuppfylltar kröfur samtals 30%. Þær kröfur staðalsins sem ekki eiga við starfsemi deildarinnar voru 12%. Augljóst er því að fiskflutningsdeildin uppfyllir ekki kröfur staðalsins.
    Þeir kaflar staðalsins sem innihéldu flestar óuppfylltar kröfur voru kafli 2 um hættugreiningu þar sem 12 kröfur eru óuppfylltar, kafli 3 um gæðastjórnunarkerfið þar sem 21 krafa eru óuppfylltar og kafli 6 um forvarnir þar sem 10 kröfur eru óuppfylltar. Fjöldi óuppfylltra krafna í öðrum köflum staðalsins var undir 10 kröfum. Tveir kaflanna, kafli 5 um ökutæki og kafli 8 um starfsfólk, innihalda engar óuppfylltar kröfur. Kröfur sem uppfylltar eru að hluta eru undir 10 í öllum köflum.
    Ætli fiskflutningadeild Eimskips Flytjanda að taka upp gæðakerfi eftir fyrrnefndum staðli þarf töluverða vinnu en litlar mikilsháttar breytingar hjá deildinni. Helsta vinnan felst í því að koma upp HACCP kerfi eins og krafist er í kafla 2 og áherslu þarf að leggja á skjalastjórnun. Einnig þarf að koma upp verklagsreglum og skráningarblöðum þar sem við á og bæta þarf úr forvörnum.
    Lykilorð: Gæðakerfi, HACCP kerfi, gæðastaðall, fiskflutningar, Eimskip Flytjandi

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this project was to find out whether the fish distribution unit at Eimskip Flytjandi meets the requirements of BRC Global Standard for Storage and Distribution to gain certification against the standard and if not, which requirements need to be met. It is concluded that the unit meets 52% of the total requirements. Partly fulfilled requirements are 6% and 12% of the total are not met. Inapplicable requirements turned out to be 12%. Accordingly, it is obvious that the fish distribution unit at Eimskip Flytjandi does not meet with the requirements of the BRC standard at present. Most of the unsatisfied requirements belong to chapters 2, 3 and 6 of the standard, where hazard analysis, quality management system and facility management are covered. If Eimskip Flytjandi fish distribution unit intends to achieved a certification against the BRC Global Standard for Storage and Distribution, there is a bit of work to be done. No big changes are needed for the operation of the unit but quite
    a lot of small adjustments will have to be made.
    Keywords: Quality management system, HACCP system, quality standard, fish distribution, Eimskip Flytjandi

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2100.
Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafrun_efnisyfirlit.pdf120.3 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Hafrun_heimildaskra.pdf82.69 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Hafrun_lokaverkefni.pdf449.95 kBLokaður til...01.05.2100HeildartextiPDF