is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15276

Titill: 
  • Próteintjáning nýrnafrumukrabbameina. Samanburður á próteintjáningu nýrnafrumukrabbameina af tærfrumugerð og eðlilegs nýrnavefjar
  • Titill er á ensku Protein expression in renal cell carcinoma. Comparison of protein expression in clear cell renal cell carcinoma and normal renal cell
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nýrnakrabbamein greinist í 2-3% tilfella allra illkynja greininga í fullorðnum einstaklingum á heimsvísu og er banvænasta krabbameinið í þvagfærum. Algengasta nýrnakrabbameinið er af tærfrumugerð og greinist það í 75 til 90% tilfella allra illkynja greininga í nýrum. Helstu forspárþættir fyrir nýrnafrumukrabbamein eru stigun og kjarnagráðun æxlanna. Fjölmörg prótein hafa verið tengd við nýrnafrumukrabbamein en enginn þekktur æxlisvísir sem hægt er að nota í klínískum tilgangi við greiningu eða meðferð sjúkdómsins. Vonir eru bundnar við að prótein sem gæti nýst sem æxlisvísir finnist með kefisbundinni leit óþekktra próteina. Ein af þeim aðferðum sem notaðar hafa verið í þeim tilgangi er surface enhanced laser desorption/ionization time og flight (SELDI) massagreining.
    Meginmarkmið rannsóknarverkefnisins var að finna prótein eða próteinmynstur sem aðskilja nýrnafrumukrabbamein af tærfrumugerð frá eðlilegum nýrnavef með SELDI aðferðinni.
    Frá Lífsýnasafni Rannsóknarstofu í meinafræði voru fengin 284 fersk frosin nýrnasýni frá 131 sjúklingi. Vefjasýnin voru frystiskorin og smásjárskoðuð. Á grundvelli smájárskoðunar voru 49 vefjasýni útilokuð frá rannsókninni. Æxlissýnunum var skipt í rannsóknarhópa eftir stærð æxla og Fuhrman kjarnagráðun. Próteintjáning sýnanna var metin með SELDI og samanburður framkvæmdur með R tölfræðiforriti. Próteinmynstur voru fundin með Biomarker Patterns Software (BPS) forriti.
    Samanburður eðlilegra nýrnasýna og allra æxlissýna bendir til að prótein af stærðinni 14.705 Da geti greint á milli hópanna með 86,9% næmi og 72,7% sértæki. Próteinmynstur fjögurra próteina getur aftur á móti greint á milli með næmi 90,5% og sértæki 86,4%. Samanburður eðlilegra nýrnasýna og æxlissýna eftir meinafræðilegum þáttum bendir til að próteinmynstur þriggja til fimm próteina geti greint á milli hópanna með næmi og sértæki á bilinu 80% til 90%.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að æskilegt sé að smásjárskoða vef fyrir prótein rannsóknir svo meta megi gæði efniviðarins. Niðurstöður á samanburði próteintjáningar allra æxlissýna og eðlilegra nýrnasýna benda til þess að prótein af stærðinni 14.705 Da geti greint á milli hópanna með góðu næmi og sértæki. Aftur á móti getur mynstur fjögurra próteina greint á milli hópanna með enn betra næmi og sértæki. Niðurstöður samanburðar æxlishópa eftir meinafræðilegum þáttum við eðlileg nýrnasýni benda til að próteinmynstur þriggja til fimm próteina geti greint á milli hópanna með næmi og sértæki á bilinu 80% til 90%.
    Lykilorð: SELDI, BPS, nýrnafrumukrabbamein, TNM stigun, Fhurman kjarnagráða

  • Útdráttur er á ensku

    Globally, kidney cancer comprises 2-3% of all malignant diagnoses in adult individuals and is the most deadly cancer of the urinary system. The most common kidney cancer, renal cell carcinoma, originates in the epithelial cells of the renal tubule and is diagnosed in 75-90% of all malign kidney cancers. Best known prognosis factors for renal cell carcinoma are tumor staging and grading. Many proteins have been linked to renal cell carcinoma. However there are no known biomarkers that are possible to use in the clinical diagnosis or treatment of the disease. Hopes are that a suitable protein biomarker will be found using a methodical search of unknown proteins. One of the methods that have been used in that purpose is surface enhanced laser desorption/ionization time og flight (SELDI) mass spectrometry. The method is prolific and allows the analysis of protein expression from many samples in a relatively short time.
    The goal of the research project was to find a protein or protein pattern that differentiates clear cell renal cell carcinoma from normal renal tissue. The protein expression was measured with SELDI and the differences compared using statistical tests. Protein patterns were detected by Biomarker Patterns Software (BPS).
    From the Biosample collection of the Laboratory of pathology were obtained 284 fresh frozen kidney samples from 131 patients. The tissue samples were frozen, sectioned and assessed microscopically. By the assessment 49 samples were excluded. The tumour samples were divided into research groups by tumor size and nuclear grade. The protein expression of the samples was measured with SELDI and the results analysed by R statistical program and BPS.
    Comparison of normal kidney tissue and all tumor tissues indicate that protein of size 14.705 Da can seperate the two groups with sensitivity 86,9% and specificity 72,7%. A pattern of four proteins can on the other hand seperate the two groups with sensitivity 90,5% and specificity 86,4. Comparison of normal kidney tissue and tumors by pathological features indicate that patterns of three to five proteins can seperate the groups with sensitivity and specificity from 80% to 90%.
    The result indicate that assess microscopically of the tissue for proteomics research are important. The result of comparison between normal kidney tissue and all tumor indicate that protein of the size 14.705 da can seperate the two groups with good sensitivity and specificity. The result in comparison between normal kidney tissue and tumors by pathological features indicate that three to five protein in pattern can seperate between the groups with sensitivity and specificity from 80% to 90%.
    Keywords: SELDI, BPS, Renal cell carcinoma, TNM staging, Fhurman grade

Styrktaraðili: 
  • Vísindasjóður LSH, Félag lífeindafræðinga
Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15276


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Próteintjáning nýrnafrumukrabbameina.pdf1.84 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna