is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15290

Titill: 
  • Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útigönguhöfði er móbergsstapi á Goðalandi norðan Eyjafjallajökuls. Höfðinn er myndaður úr ólivínbasalti við gos undir jökli. Rannsökuð voru bergsýni úr basaltþekju höfðans í þeim tilgangi að kanna efnasamsetningu bergs og kristalla og ráða í uppruna og kristöllunarferli bergsins. Efnasamsetning bergs úr Útigönguhöfða hefur ekki verið könnuð áður og því er áhugavert að kanna hana og bera saman við aðrar efnagreiningar úr Eyjafjöllum. Tekin voru bergsýni úr höfðanum, þau efnagreind með litrósfgreiningu, gerðar þunnsneiðar sem greindar voru í smásjá, og efnasamsetning steinda greind í örgreini. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að bergið í Útigönguhöfða fellur undir milli-alkalísku bergröðina og tilheyrir Eyjafjallakerfinu. Bergið hefur jafnframt Mg-ríkustu (frumstæðustu) efnasamsetningu basalts innan Eyjafjallakerfisins. Basalt Eyjafjalla er ríkt af stórum dílum, sem hafa verið álitnir framandsteindir úr kvikublöndun. Í þessu verkefni er sýnt fram á að það er ekki eina skýringin, því kristöllun við mismunandi þrýsting (Polybaric crystallization), frá um 14 kb þrýstingi, getur myndað steindirnar sem finnast í Útigönguhöfða.

Samþykkt: 
  • 29.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15290


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HrefnaJensd.pdf2.36 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna