is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15298

Titill: 
  • Ég er enginn engill, kóngur minn. Um bragðarefi í íslenskum ævintýrum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Bragðarefir eru uppátækjasamar og snjallar persónur sem leika iðulega á aðra til að ná fram markmiðum sínum. Þessi ritgerð fjallar um bragðarefi í íslenskum ævintýrum og reynt verður að komast að því hver birtingamynd þeirra er þar. Ritaðar heimildir um bragðarefi eru fjölmargar og verða þær skoðaðar áður en bragðarefurinn í íslenskum ævintýrum verður kannaður. Reynt verður að komast að því hver bragðarefurinn í íslenskum ævintýrum er og hvernig ævintýrin endurspegla íslenskt samfélag á þeim tíma þegar þeim var fyrst safnað hérlendis á 19. öld.
    Áður en bragðarefsævintýrin verða túlkuð og borin saman við íslenskt samfélag á 19. öld verður farið yfir helstu kenningar í þjóðsagnafræði og ævintýri skilgreind. Ásamt því verður 19. öldin á Íslandi skoðuð, jafnt sem heimildir fyrri alda sem innihalda frásögur af bragðarefum. Loks verður reynt að finna út hvaða tilgang þessi ævintýri hafa haft í íslensku samfélagi á 19. öld og hvað þau hafa mögulega endurspeglað. Þá verða ævintýrin túlkuð með tilliti til stéttaskiptingar og kímnigáfu en flest þessara ævintýra eru – og hafa líklega alltaf þótt – bráðfyndin.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15298


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég er enginn engill kóngur minn.pdf731.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna