is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15306

Titill: 
  • Meðferðarúrræði fyrir barnshafandi konur með vímuefnavanda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vímuefnanotkun er vandamál sem fer vaxandi um allan heim og hefur margþætt áhrif á bæði einstaklinginn og samfélagið. Hana er að finna í öllum stigum þjóðfélagsins og þar á meðal í hópi barnshafandi kvenna. Nauðsynlegt er að brugðist sé snemma við þessum vanda þar sem afleiðingarnar geta verið skaðlegar fyrir bæði móður og barn.
    Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að skoða hvaða leiðir hérlendis og erlendis hafa reynst árangursríkar til skimunar, skaðaminnkunar og meðferðar fyrir barnshafandi konur með vímuefnavanda. Markmið þessa verkefnis er einnig að varpa skýrara ljósi á hjúkrunarþarfir þessa skjólstæðingahóps, hvað mætti betur fara í hjúkrun þeirra og að skoða þau þjónustukerfi sem í boði eru.
    Niðurstöður samantektarinnar sýna að mikilvægt sé að tryggja samfellu í hjúkrun og þjónustu barnshafandi kvenna með vímuefnavanda en reynst hefur vel ef þverfagleg teymi sinna konunum og fjölskyldum þeirra. Mikilvægt er að veita stuðning án fordóma, en slík nálgun er byggð á skaðaminnkandi hugmyndafræði. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður sem sinna þessum hópi þurfa að hafa þekkingu á viðeigandi meðferðarúrræðum, en nauðsynlegt er að skima fyrir vímuefnanotkun hjá öllum barnshafandi konum í mæðravernd.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðferðarúrræði fyrir barnshafandi konur með vímuefnavanda.pdf411.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna