is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15314

Titill: 
  • Konur áttu að halda sig heima. Rannsókn á upphafi fjallferða kvenna á afréttunum milli Þjórsár og Stóru-Laxár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvað það var í samfélaginu sem gerði það að verkum að konur tóku af skarið og fóru á fjall og ruddu sér þar með leið inn á vettvang sem fram til þess tíma hafði einungis verið ætlaður karlmönnum. Tekin voru sex eigindleg viðtöl veturinn 2012-2013 og þau viðtöl notuð ásamt rituðum heimildum og kenningum fræðimanna á borð við Bourdieu, Dundes og van Gennep til þess að átta sig á breytingunum sem urðu. Niðurstöður ritgerðarinnar urðu þær að miklar breytingar í samfélaginu, fyrst í kringum 1944 og síðar um 1960, gerðu það að verkum að konur fóru að færa sig upp á skaftið á vinnumarkaðinum. Þróunin varð sú að konur fóru loksins að sjá sig í störfum sem til þessa höfðu einungis verðið ætluð karlmönnum. Þessi breyting átti ekki einungis við hefðbundna atvinnu heldur einnig aðra þætti samfélagsins, þar með talið fjallferðir. Margar konur urðu fyrir vitundarvakningu og sáu að þær voru jafnar körlum og brutust þar með undan valdaformgerð samfélagsins sem til þessa hafði kennt þeim að konur væru lægra settar en karlmenn. Þróunin mun þó hafa verið hraðari á sumum svæðum heldur en öðrum en til dæmis kom í ljós mikill merkjanlegur munur á afréttunum sem hafðir voru til viðmiðunar við rannsóknina en það voru afréttirnir á milli Þjórsár og Stóru-Laxár í Árnessýslu.

Samþykkt: 
  • 30.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-lokaritgerð.pdf753.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna