is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15318

Titill: 
  • Tölfræðileg greining kerstýringar í álveri Alcoa Fjarðaáls
  • Titill er á ensku Statistical analysis in production in aluminium reduction cells
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmiðið verkefnisins var að gera tölfræðilegt líkan af sambandi framleiðslu áls við álhæð, sýrustig og hita. Tilraunir voru gerðar á 16 kerum með 8 mismunandi tilfellum þ.e.a.s tvö ker voru rekin á sömu stillingum í sama tilfelli til að ná sem mestum breytileika í gagnasafni. Gögn byggðust á mælingum sem framkvæmdar voru af starfsmönnum á 36 og 72 klukkustunda fresti.
    Ýmsar tölfræðilegar aðferðir voru reyndar og mörg líkön prófuð og mátgæði þeirra sannreynd. Að jafnaði virtist hiti og sýrustig hafa lítil áhrif á mátgæði líkanna, þ.e.a.s. erfitt var að finna líkan sem sýndi marktækt samband álframleiðslu við hita og sýrustig.
    Það háði tilrauninni hversu lítill munur var á meðalgildi hita og sýrustigs á milli kera og því var næmni framleiðslu sem fall af hita og sýrustigi e.t.v. ekki fullreynd í tilraun. Stillingar í kertölvum virðast ekki hafa ráðandi áhrif í að regla kerin í ákveðið ástand þar sem raunástönd keranna voru langt frá ástöndum sem stillt var á í kertölvu. Hugsanlega hefur hönnun keranna ráðandi áhrif á raunástand keranna.
    Áhrif nýs sýnatökuverkfæris á niðurstöður AlF3 og CaF2 mælinga í baðefni voru rannsökuð og rýnt var í óróleika í kerum. Í ljós kom að óróleiki í keri er háður skautskiptahring og seinkuðum gildum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the thesis is to build statistical model of the relation between aluminium production versus aluminium level, acidity and bath temperature. Experiments were conducted on 16 pots with 8 different control setting i.e. two pots had same control settings. This method was done in order to get as much diversity as possible in data. The data was a result from measurements collected by operators every 36 or 72 hours. Many forms of model were tried and their fit to real data analyzed. Most commonly, temperature and acidity seemed to have small influence on the model fitting i.e. few models showed correlation between pot productivity and temperature or acidity.
    Small difference in average temperature and average acidity between pots came down on the results of the thesis. For this reason the models were really never sensitive for temperature or acidity. The pot control settings do not have the capability to force the operating conditions of pots to the setting state. The real condition of pots were apparently often far away from control settings. This could be due to mechanical design of the pots, dominating condition of pot rather than the control parameter settings.
    New sample lid was tested versus the old sample lid to see if possible difference in AlF3 or CaF2 analysis from samples would be detected. Furthermore, pot noise was analyzed in relation with the anode set schedule revealing that pot noise depends on the anode set location.

Styrktaraðili: 
  • Aloca Fjarðaál
Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheidur_Gudmundsdottir_lokaverk_mai_2013_v5.pdf3.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna