is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15324

Titill: 
  • Spá væntingar um árangur og trú á meðferð fyrir um árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi og almennri hópmeðferð við félagsfælni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Væntingar um árangur og trú á meðferð eru almennir þættir sem oft hafa verið taldir spá fyrir um árangur meðferðar. Rannsóknir benda þó til þess að þetta séu tveir aðgreindir þættir og að einungis væntingar um árangur geti spáð fyrir um árangur af meðferð. Í þessari rannsókn var því spáð að væntingar, en ekki trú á meðferð, myndu spá fyrir um árangur af hugrænni atferlismeðferð í hópi (cognitive-behavioral group therapy) og almennri hópmeðferð (group psychotherapy) við félagsfælni (social anxiety disorder). Einnig var rannsakað hvort væntingar og trú á meðferð gætu spáð fyrir um brottfall úr meðferð. Þátttakendurnir voru 45 bandarískir háskólanemar greindir með félagsfælni sem megingreiningu. Þátttakendum var skipt í aðra hvora hópmeðferðina eftir slembivali, 22 fengu hugræna atferlismeðferð í hópi og 23 fengu almenna hópmeðferð. Stytt útgáfa af Reaction to Treatment Questionnaire var notuð til þess að meta trú á meðferð og væntingar um árangur. Niðurstöðurnar voru í samræmi við rannsóknartilgátu. Hvorki væntingar um árangur né trú á meðferð spáðu hins vegar fyrir um brottfall úr hópmeðferð. Út frá þessum niðurstöðum mælum við með því að meðferðaraðilar veiti væntingum um árangur sérstaka athygli í byrjun meðferðar. Við teljum mikilvægt að greina skjólstæðinga sem hafa litlar væntingar um árangur í byrjun meðferðar svo að hægt sé að beita aðferðum sem miða að því að auka þær. Auknar væntingar um árangur gætu aukið árangur þeirra sem annars myndu græða lítið eða ekkert af sálrænni meðferð.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
S&BlokaverkefniBS.sálfræði.pdf455.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna