is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15327

Titill: 
  • Þekkingin var eins og galdur: Birtingarmynd presta í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi BA ritgerð í þjóðfræði skoðar birtingarmyndir presta í sögnum úr þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Farið er yfir rannsóknarsögu sagna og samhengis þeirra og fjallað um rannsóknargögnin sem er fyrsta bókin í útgáfu þjóðsagnasafnsins 1954-1961. Þá eru dregnir fram þættir í kirkjusögu Íslands fram á 19. öld og rýnt í nokkrar mannfræðirannsóknir til skilnings á bakgrunni sagnanna. Skoðaðar eru goðfræðisögur, draugasögur og galdrasögur úr þjóðsagnasafninu þar sem prestur kemur við sögu og mynd hans greind út frá hugmyndum Ulf Palmenfelt um þau hlutverk sem frásagnaraðilar gefa persónum sagna. Þessi hlutverk geta gefið til kynna hvaða hugmyndir og viðhorf fólk á 19. öld hafði um prestana. Niðurstaða verkefnisins er sú að þó sagnir í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar skorti ýmsar samhengistengdar upplýsingar er margt hægt að lesa úr þeim um mannlíf og hugmyndaheim 19. aldar. Þannig kemur fram að prestar voru mikilvægir í daglegu lífi fólks því þeir báru með sér helgi kirkjunnar sem hafði mikið vald í samfélaginu og náði inn í hverja baðstofu. Þeir voru líka bændur og samferðamenn fólksins í lífsbaráttunni og þessi tvíþætta staða gerði þá að algengu söguefni sagna. Prestarnir gátu veitt öryggi og hjálp í daglegu lífi en líka verið veiklyndir og illa innrættir. Þekkingin sem þeir höfðu umfram flesta aðra setti þá skör hærra en alþýðuna og í þeim hugmyndaheimi sem sagnirnar endurspegla varð hún stundum að galdri sem þeir beittu þó oftar til góðs en ills.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15327


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
annajohanna_baritgerð.pdf665.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna