is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15332

Titill: 
  • Vinnusiðferðislistinn Multidimensional Work Ethic Profile: próffræðilegir eiginleikar hans, stytt útgáfa og hugtakaréttmæti
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið vinnusiðferði (work ethic) felur í sér að vinna hörðum höndum vinnunnar vegna, neita sér um veraldleg gæði, skuldbinda sig starfinu og vera í það heila góð og samviskusöm manneskja. Hugtakið byggir á kenningu Max Webers (1904) um vinnusiðferði mótmælenda. Spurningalistinn The Multidimensional Work Ethic Profile (Miller, Woehr og Hudspeth, 2001) er eina mælitækið sem tekur til greina allar hliðar skilgreiningar Webers ef undan er skilinn trúarlegi þátturinn og þar af leiðandi víðtækasta mælitækið á vinnusiðferði sem völ er á. Spurningalistinn inniheldur sjö undirþætti og 65 atriði. Fjöldi rannsókna hafa sannreynt þáttabyggingu og réttmæti listans, sem og áreiðanleika og gæði atriðanna.
    Efni rannsóknar var að þýða mælitækið og kanna próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu. Þátttaka fékkst frá starfsmönnum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem og vinum og vandamönnum. Svörun fékkst frá 566 manns á aldrinum 20 til 70 ára. Sökum þess hve langt mælitækið er, fól fyrri hluti verkefnis í sér að stytta listann. Niðurstöður á þáttagreiningu listans í heild sinni sýndu fram á sömu þáttabyggingu og í upprunalegri útgáfu Millers og félaga. Í fyrstu prófun á styttingu listans voru mörk dregin við fimm atriði á hvern þátt og svo fjögur. Niðurstöður áreiðanleikamælinga og mátgæða líkanna sýndu að líkan þar sem hver þáttur innihélt fjögur atriði hentuðu gögnunum betur.
    Í síðari hluta verkefnis var hugtakaréttmæti styttu útgáfunnar kannað. Til að meta hugtakaréttmæti listans var fylgni hans við annan vinnusiðferðislista skoðuð. Fylgni milli sambærilegra þátta var í öllum tilfellum yfir ásættanlegu viðmiði.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk, stytt útgáfa af mælitækinu gefi raunhæfa mynd af hugtakinu. Styttra mælitæki gagnast alla jafna betur í hagnýtum rannsóknum. Hvort sem um er að ræða að mæla vinnusiðferði eitt og sér eða nota það til að spá fyrir um starfstengda hegðun.

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15332


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOKAÚTGÁFA TIL SKEMMUNNAR.pdf554.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna