is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15341

Titill: 
  • Áhrif kvíða á innleiðslu svæfingar og verki eftir aðgerð. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Svæfingar og aðgerðir eru framkvæmdar daglega og rannsóknir benda til þess að sjúklingar upplifa oft kvíða tengdum þeim. Kvíði getur haft margvísleg áhrif á sjúklinga. Meðal annars hækkun á blóðþrýsting, hraður hjartsláttur og vanlíðan. Kvíði getur einnig valdið því að sjúklingar treysti sér ekki í fyrirhugaða aðgerð.
    Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að kanna hvort kvíði fyrir svæfingu hafi áhrif á innleiðslu svæfingar og verki eftir aðgerð. Niðurstöður benda til þess að kvíði geti haft áhrif á innleiðslu svæfingar og valdið því að sjúklingar þurfi meira magn svæfingalyfja til að ná viðeigandi svæfingardýpt. Kvíði fyrir svæfingu virðist einnig auka verki hjá sjúklingum eftir aðgerð. Fram hefur komið að ýmis lyf og tónlist geta reynst hjálpleg við að aðstoða sjúklinga að takast á við kvíða fyrir svæfingu.
    Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar séu meðvitaðir um áhrif kvíða á sjúklinga. Það að skima fyrir og fyrirbyggja kvíða í tengslum við svæfingu getur skilað sér í betri líðan sjúklinga og minna magn svæfingalyfja við innleiðslu svæfingar. Jafnframt getur það skilað sér í minni verkjum eftir aðgerð. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í að tryggja vellíðan og öryggi sjúklinga fyrir og eftir svæfingu!
    Lykilorð:Kvíði, verkir, svæfing, tónlist, forlyfjagjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    Anaesthesia and operations are carried out on daily basis. Studies suggest that patients often experience anxiety associated with anaesthesia and surgery. Anxiety can have diverse effects on patients, including elevated blood pressure, tachycardia and distress. Anxiety can also cause that patients cannot carry out the planned operation
    The purpose of this theoretical thesis is to examine whether anxiety before anaesthesia affects the induction of anaesthesia and postoperative pain. Results indicate that anxiety can affect the induction of anaesthesia and cause patients to require higer dose of anaesthetic drugs to achieve appropriate depth of anaesthesia. Also a positive correlation seems to be between anxiety
    before anaesthesia and postoperative pain. Various drugs and alternative therapies e.g. music therapy have been shown to be helpful to reduce anxiety before anaesthesia.
    Screening and preventing anxiety associated with anaesthesia may result in reduction of dose of anesthetic drugs required for induction of anesthesia, also it can lead to less postperative pain. Nurses must be aware of effects of anxiety on patients and play a key role in ensuring wellbeing and safety of patients before and after anaesthesia.
    Keywords: preoperative anxiety, anaesthesia, post operative pain, music therapy, premedication

Samþykkt: 
  • 31.5.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif kvíða á innleiðslu svæfingar og verki eftir aðgerð.pdf370.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna