is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15362

Titill: 
  • Bak við luktar dyr: Samanburður á annars vegar sjálfsmati kennara á notkun PBS (Stuðningur við jákvæða hegðun) í kennslustund og raunnotkunar hins vegar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn voru mælingar með beinu áhorfi bornar saman við niðurstöður sjálfsmatslista. Fylgst var með 10 kennurum sem kenndu í grunnskóla í Reykjanesbæ sem var á þriðja ári innleiðingar PBS (Stuðningur við jákvæða hegðun). Mælingar með beinu áhorfi voru teknar í kennslustund og var notkun kennara á aðferðum PBS skráð. Að loknum mælingum voru sjálfsmatslistar lagðir fyrir kennarana þar sem þeir voru beðnir um að meta eigin notkun á aðferðum PBS. Niðurstöður sýndu marktækan mun á sjálfsmati kennara á notkun þeirra á réttum afleiðingum hegðunar og mælingum með beinu áhorfi. Sjálfsmat var á langflestum breytum mun hærra en mælingar með beinu áhorfi gáfu til kynna. Kennarar ofmátu notkun sína bæði á réttri afleiðingu og rangri afleiðingu hegðunar, fyrir utan að þeir vanmátu notkun sína á óviðeigandi hunsun. Samkvæmt þessum niðurstöðum telja kennarar sig nota aðferðir PBS mun meira en þeir raunverulega gera. Sjálfsmat er samkvæmt þessum niðurstöðum ekki réttmæt aðferð til að meta árangur hegðunarstjórnunarkerfis eins og PBS og betra er að nota beint áhorf til að meta árangur.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15362


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-salfraedi_Hrefna_B_Sigvaldad.pdf537.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna