is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15368

Titill: 
  • Tímaupplausn í sjónrænni athygli: Samanburður á gaumstolssjúklingum og heilbrigðum þátttakendum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gaumstol er athyglisskerðing sem verður oftast eftir heilaskaða í hægra heilahveli. Það lýsir sér í því að athygli til vinstri er sködduð. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á tvíhliða skerðingu á frammistöðu gaumstolssjúklinga á verkefnum sem byggja á tímaathygli. Þær niðurstöður urðu til þess að kenning varð til um ,,hvenær“ braut í sjónrænni athygli. ,,Hvenær“ brautin er í hægra heilahveli og er sögð stjórna tímaathygli í báðum sjónsviðum. Talið er að brautin sé sködduð í gaumstolssjúklingum og þeir eigi því erfitt með að tímasetja atburði sem vara örstutt (50 ms til eina sek). Þetta verði til þess að mynstur hvarfa og birtinga áreita verði ógreinilegt, hvarf greinist þá ekki frá birtingu. Markmið þessarar rannsóknar var að endurtaka fyrri tilraun sem prófaði getu gaumstolssjúklinga og heilbrigðra til skynjunar á mynstri breytinga innan áreita og kanna hvernig breytingar á þessu mynstri nýtast sem vísbendi í sjónleitarverkefni. Tvær tilraunir voru hannaðar, ein tilraun með flöktandi áreitum þar sem markáreiti flökti úr fasa við truflara og eitt sjónleitarverkefni þar sem áreiti sem flökti úr fasa var gilt vísbendi. Tilgátur rannsóknarinnar voru að frammistaða gaumstolssjúklinga yrði betri við 90° fasamun markáreitis og truflara heldur en 180° fasamun markáreitis og truflara og að þessu væri öfugt farið hjá heilbrigðum. Einnig var tilgáta að 90° fasamunur markáreitis og truflara ylli jafn góðri frammistöðu gaumstolssjúklinga og heilbrigðra, en 180° fasamunur ylli betri frammistöðu heilbrigðra en gaumstolssjúklinga. Niðurstöður voru ekki í samræmi við tilgátur en gáfu þó einhverjar vísbendingar í rétta átt. Ekki er hægt að álykta út frá niðurstöðum þessarar rannsóknar að slæm frammistaða gaumstolssjúklinga á verkefnum byggðum á tímaathygli sé vegna brenglaðrar skynjunar á mynstri breytinga áreita.

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15368


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerðLOK.pdf359.23 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
FORSÍÐAlok.pdf35.54 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
VIÐAUKAR1.pdf432.53 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna