is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15385

Titill: 
  • Ómskoðanir á meðgöngu í dreifbýlisheilsugæslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur
    Ómskoðanir eru í síauknum mæli notaðar í dreifbýli en fáir sjúklingar og takmörkuð færni ómskoðanda er talin geta komið niður á gæðum þeirra. Ómskoðanir í dreifbýli hafa lítið verið rannsakaðar, hérlendis sem erlendis. Síðan 1997 hefur læknir við Heilsugæsluna á Seyðisfirði ómskoðað þar þungaðar konur. Markmið rannsóknarinnar var að kanna forspárgildi og næmi ómskoðana í dreifbýli með tilliti til greininga á frávikum meðgöngu og fjölda kvenna sem voru sendar til heilbrigðisstofnana með meiri sérfræðiþekkingu.
    Efniviður og aðferðir
    Rannsóknin er afturskyggn fagrýnirannsókn (e. audit) sem nær yfir 10 ára tímabil (1997-2007). Eftirfarandi þættir voru athugaðir á Seyðisfirði: Fjöldi kvenna í ómskoðun, niðurstöður skoðana og greiningar frávika síðar á meðgöngu og í ungbarnaeftirliti. Nýburum var fylgt eftir til sex mánaða aldurs. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrárkerfi Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Fæðingaskrá.
    Niðurstöður
    Framkvæmdar voru 862 ómskoðanir á 496 þunguðum konum; 446 þungaðar konur uppfylltu rannsóknarskilyrði og 453 nýburar fæddust. Nítján þunganir (4,3%) voru sendar til frekari greininga vegna gruns um frávik, 17 tilfelli voru staðfest en tvö voru ranglega greind. Jákvætt forspárgildi ómskoðana fyrir frávik á meðgöngu var 89,5%. Tólf fósturgallar fundust í úrtakinu (2,6%), þar af greindust fjórir með ómskoðunum í þungun (33,3%) en átta við fæðingu eða ungbarnaeftirlit (66,7%).
    Ályktanir
    Fáar ómskoðanir voru framkvæmdar á Seyðisfirði miðað við viðmiðunarstaðla. Jákvætt og neikvætt forspárgildi fyrir frávik á meðgöngu var viðunandi. Næmi ómskoðana við greiningar fósturgalla var sambærilegt við það sem þekkist í erlendum rannsóknum úr þéttbýli. Þeir fósturgallar sem greindust á Seyðisfirði voru ólífvænlegir gallar eða gallar í þvagfærakerfinu en útlitsgallar og einfaldir hjartagallar greindust ekki. Hlutfall útlitsgalla og einfaldra hjartagalla sem greinist með ómskoðunum er almennt lágt í erlendum rannsóknum.

Athugasemdir: 
  • Þar sem áform eru um að halda áfram með rannsóknina má ekki opna verkið á veraldarvefnum fyrr en 3.júní 2016.
Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15385


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OD, Elísabet, svansprent.pdf496.8 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna