is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15410

Titill: 
  • Umhverfi, nærveður og athafnir á almenningssvæðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Almenningssvæði borga og bæja hafa í gegnum tíðina verið samkomustaður íbúanna, þar sem fólk hittist, skiptist á fréttum og mætir á viðburði. Þar skipta gæði umhverfis og nærveður miklu máli í því að fá fólk til þess að dvelja úti. Sagt er að góð almenningssvæði séu m.a. með áhugavert útsýni, setumöguleika, í mannlegum skala, með gott aðgengi og þar sé afþreying fyrir fólk. Þeir veðurfarslegu þættir, sem taldir eru hafa áhrif á þægindi fólks, eru m.a. staðbundinn vindhraði, hiti, sólskin og úrkoma. Þá hafa margir tilhneigingu til að líta á svalt loftslag sem takmörkun frekar en möguleika. Byggingar og gróður geta haft áhrif á staðbundið veðurfar og með hönnun er hægt að bæta það nærveður sem skapast á svæðunum.
    Meginmarkmið þessa verkefnis er að auka þekkingu á notkun torga í þéttbýli hér á landi með því að kanna hvernig umhverfi og nærveður hafa áhrif á notkun svæða og athafnir fólks. Valin voru tvö svæði, í tveimur bæjum með svipaðan íbúafjölda. Rannsóknin fór fram fimm daga á hvoru svæði og voru dagar valdir með fjölbreytni í veðurfari. Framkvæmd athugunar var upptökubrot á rannsóknarsvæðunum milli klukkan 10:00 og 19:00 með ákveðnu millibili til þess að safna saman upplýsingum um atferli fólks. Athafnir voru flokkaðar eftir líkamsstöðu (liggja, sitja, standa og ganga) og eftir auðsýnilegri afþreyingu (borða, horfa, tala/hlusta, lesa og annað). Eins voru gerðar greiningar á miðbæjunum (afþreying, staðsetning setusvæði, göngumöguleikar og framhliðar húsa) og skrásett hvaða svæði innan rannsóknarsvæðisins væru mest notuð. Þá var safnað saman upplýsingum um veðurfar (hita, vindhraða og skýjafar).
    Niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að séreinkenni svæðanna og hlutverk þeirra í stærra samhengi hafi áhrif á fólk. Veðurfarslegir þættir þurfa að vera innan ákveðinna marka, þá dvelur fólk á svæðunum. Svæðið á Egilsstöðum var mest notað til þess að setjast niður og fá sér eitthvað að borða og síðan að spjalla við samferðafólk sitt. Svæðið á Húsavík var mest notað til þess að njóta útsýnisins og þá stóð fólk mikið við steinvegginn. Mikið var um félagslegar athafnir á báðum svæðunum. Hitastigið hafði áhrif á fjölda fólks á báðum svæðunum, þó lítil í flestum tilvikum. Vindhraðinn hafði töluverð áhrif á fjölda fólks á svæðinu á Egilsstöðum en ekki var marktækur munur á svæðinu á Húsavík. Eflaust hefðu veðurfarslegu þættirnir komið sterkar fram hefði verið breiðara svið hita og vindhraða.

  • Útdráttur er á ensku

    Public spaces in cities and towns have traditionally been meeting places for inhabitants, where people can meet, exchange news and attend events. The environment and weather are important for getting people to stay outdoors. It has been said that good public places provide interesting views, seats, human scale and entertainment for people. The climatic factors that are believed to affect outdoor human comfort are e.g. local wind speed, temperature, sunshine and rainfall. Many people tend to look at cold climate as limitation rather than possibility. Buildings and vegetations can affect the microclimate.
    The main goal of this study is to increase knowledge of how people use of squares in towns in Iceland by examining how the environment and microclimate affect the use of the areas and activities of people. For this study two areas were selected in separate towns with similar population. The study took place in five days in each area and the days where selected by the variety of weather conditions. The study was conducted by recording of the study area between 10:00 and 19:00 o'clock with predefined interval in order to collect information on the behavior of people. Activities were classified by posture (lying, sitting, standing and walking) and by activities (eating, watching, talking/listening, reading and more). Also there factors like views, leisure activities in the local area and location of seating areas sere analysed. Then data was collected on weather conditions (temperature, wind speed and cloud coverage).
    The results of this study point at some characteristic features of the areas that attract people and their role in a larger context. The climatic factors must be within certain limits, then people will dwell on the areas. The area in Egilsstaðir was commonly used to sit down and have something to eat and chat with friends. The area in Húsavík was commonly used to enjoy the view and then generally stood near to the concrete wall. There were social activities in both areas. The temperature appears to have insignificant effect on the number of people. Local wind speed appears to have significant effect on the number of people in the area in Egilsstaðir but there was no significant effect on the number of people and activity in the area in Húsavík. Undoubtedly climatic factors would have had more effect with a wider range of temperature and wind speed in this study.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15410


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_MS_Anna_Katrin_Svavarsdottir.pdf9.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna