is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15433

Titill: 
  • Afdrep í erilsömum heimi : rými íhugunar og ímyndunarafls
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hér er sjónum beint að áhrifum þess áreitis sem felst í daglegu lífi nú á tímum og þeim vanda sem af því skapast. Í því samhengi er fjallað um mikilvægi afdrepa inn á milli í erilsömum heimi hversdagsins og hvaða hlutverki þau gegna í baráttu einstaklingsins fyrir tilvist sinni. Byrjað verður á að greina viðfangsefnið, hvað felist í tilveru mannverunnar, hvað geri hana að sérstæðum einstaklingi og hvað í módernísku samfélagi ógni þessarri sérstöðu. Það leiðir að mannverunni sem einhverskonar mælitæki sem tekur mið af veröldinni í kring um sig samkvæmt eigin skynfærum og fösum og skapar þannig veröld sína út frá sjálfri sér. Ferli sífelldrar endurmótunar sem gengur skilvirknislega fyrir sig ef einstaklingi gefst tóm til að fylga sínum fösum. Að lokum verður komið inn á dvalarstaði, einhverskonar helgistaði sjálfsins, sem gefa kost á að dvelja ljóðrænt, ímynda sér og láta sig dreyma og um þá tekin dæmi sem ljá þessu ferli endurmótunar einstaklingsins gagnvart samhengi sínu umgjörð. Markmið ritgerðarinnar er að freista þess að gera grein fyrir hvað á sér stað í þessum rýmum og þá hvort mögulegt sé að skapa þær aðstæður í samhengi daglegs lífs sem lausn á vandanum. Hvaða eiginleikum staður þurfi að búa yfir svo einstaklingurinn geti fundið þar afhvarf og horfið frá erli samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15433


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf216.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna