is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15447

Titill: 
  • Markaðssetning munaðarvöru : hvaða áhrif hafa nýmiðlar á markaðssetningu tískuhúsanna á munaðarvöru?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar eru nýmiðlar sem tískuhús eru farin að nýta í sína þágu til markaðssetningar á munaðarvöru. Í því skyni eru skoðaðar breytingar á samskiptum tískuhúsa við neytendur. Byggt er á fræðum nýmiðlunarfræðingsins Lev Manovich um upplýsingamenningu sem lýsa vel hvernig upplýsinga um neytendur er aflað og á hvern hátt tískuhúsin notfæra sér þær. Jafnframt er leitast við að skilgreina hugtök er snerta munað og munaðarvöru. Í framhaldi að því er fjallað um þróun vörumerkja og á hvern hátt tískuhúsin nota samfélagsmiðla og netverslun til að koma merkjum sínum á framfæri. Til frekari skýringar eru tekin dæmi um stafræna hæfni (digital competence). Þar er stuðst við greiningar L2: think tank for digital innovation sem rannsakar og gefur út I.Q Index. Fjallað er um mikilvægi þess fyrir tískuhúsin að vera í gagnvirku samband við neytendur, bæði til að efla vörumerkjatryggð og ná til nýrra hópa. Þarna koma samfélagsmiðlar sterkt inn í markaðssetningarferlið. Teknar eru saman helstu breytingar sem orðið hafa á tískuheiminum í kjölfarið á Web 2.0. Bent er á hugtakið upplýsingamenningu og hvernig safna má upplýsingum um notendur og kortleggja athafnir þeirra á netinu og hægt að lesa í líkt og fótspor. „Fótsporin“ fela í sér mikilvægar upplýsingar fyrir markaðsfræðinga og vísa þeim veginn við gerð efnis sem höfðar sterkt til neytenda. Markmið tískuhúsanna með notkun nýmiðlaefnis er að auka samkeppnishæfni gagnvart keppinautum er varðar sýnileika, orðspor og sérstöðu innan markaðarins ásamt því að vera öflugar upplýsingaveitur fyrir neytendur með það að leiðarljósi að afla tekna fyrir merkin. Neytendur telja sig njóta afþreyingar en festast um leið í neti sýndarveruleika tískuiðnaðarins.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún J. Sturludóttir BA ritgerð - Bókasafn LHÍ.pdf5.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna