is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15470

Titill: 
  • Faraldsfræði Streptococcus pneumoniae, S.pyogenes og Haemophilus sp. í leikskólabörnum árið 2013 og samanburður við fyrri ár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Faraldsfræði Streptococcus pneumoniae, S.pyogenes og Haemophilus sp. í leikskólabörnum árið 2013 og samanburður við fyrri ár
    Kristján Hauksson1, Helga Erlendsdóttir1,2, Karl G. Kristinsson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3
    1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sýklafræðideild Landspítalans, 3Barnaspítali Hringsins
    Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumókokkar) eru algengar bakteríur í nefkoki barna og valda staðbundnum og alvarlegum ífarandi sýkingum á borð við heilahimnubólgu og blóðsýkingar. Þær hafa um sig fjölsykruhjúp og þekktar eru yfir 90 hjúpgerðir. Markmið rannsóknarinnar voru að kanna berahlutfall pneumókokka, S.pyogenes og Haemophilus sp. í nefkoki leikskólabarna, sýklalyfjanæmi þeirra og tengsl við ýmsa áhættuþætti, auk þess að hjúpgreina pneumókokka og bera niðurstöður saman við fyrri rannsóknir. Einnig að meta núverandi og líkleg framtíðaráhrif bólusetninga gegn pneumókokkum en árið 2011 hófst bólusetning gegn 10 algengustu hjúpgerðunum.
    Efni og aðferðir: Tekin voru 471 nefkokssýni úr leikskólabörnum frá 15 leikskólum í Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík í mars 2013. Leitað var að pneumókokkum, S.pyogenes og Haemophilus sp. Gerð voru næmispróf og pneumókokkar hjúpgreindir með Latex kekkjunarprófi. Forráðamenn þátttakenda svöruðu spurningalista um sýklalyfjanotkun og heilsufar barnanna. Frá Landlæknisembættinu fengust upplýsingar um pneumókokka-bólusetningar barnanna.
    Niðurstöður: Berahlutfall pneumókokka var 65% og lækkar marktækt með hækkandi aldri (OR=0,81; p<0,05). Berahlutfallið sveiflast nokkuð milli ára. Berahlutfall pneumókokka með minnkað penisillín næmi var 9,6%, fór marktækt lækkandi með aldri (OR=0,61; p<0,001) og ef börn höfðu fengið sýklalyf sl. 30 daga voru þau í aukinni hættu að bera PNSP (OR=2,6; p<0,05). Berahlutfall pneumókokka meðal bólusettra barna (N=54) var 55,6% og berahlutfall PNSP var 3,7%. Bólusetning hafði marktæk verndandi áhrif gegn því að bera pneumókokka (OR=0,5; p<0,05) og PNSP (OR=0,21; p<0,05).
    Þrjár algengustu hjúpgerðirnar voru 19F, hjúpgerðarhópur G og 23F en algengi hjúpgerða er breytilegt milli ára. Meðal bólusettra barna voru hjúpgerð 23A og hjúpgerðarhópur G algengust. PCV-10 bóluefnið nær til 26% þeirra stofna sem ræktuðust úr þátttakendum.
    Berahlutfall S.pyogenes var 8,5% og voru allir stofnar næmir fyrir penisillíni.
    Berahlutfall Haemophilus sp. var 73% og 10% stofnanna mynduðu β-laktamasa. Berahlutfall Haemophilus sp. meðal bólusettra barna var 74%.
    9% barna höfðu tekið sýklalyf sl. 30 daga frá sýnatöku og 6% þeirra fengið sýklalyf þrisvar eða oftar sl. 6 mánuði. Samsvarandi tölur fyrir bólusett börn voru 13% og 9%.
    Umræður/Ályktanir: Berahlutfall pneumókokka var hátt eins og áður en athygli vekur að berahlutfall í bólusettum börnum var marktækt lægra. Berahlutfall og sýklalyfjanæmi S.pyogenes er svipað og undanfarin ár. Berahlutfall Haemophilus sp. er hátt eins og áður.
    Afar mikilvægt er að fylgjast áfram með ofanskráðum bakteríum á næstu árum og mjög áhugavert er að fylgjast með hugsanlegum áhrifum bólusetninga. Með stöðugu eftirliti fæst betri sýn á hvaða hjúpgerðir eru yfirgnæfandi hverju sinni og mun sú vitneskja vonandi nýtast til að draga úr fjölda staðbundinna og sérstaklega ífarandi sýkinga af völdum pneumókokka.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KH_BSritgerð_til_prentunar.pdf4.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna