is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15475

Titill: 
  • Samanburður á mati mæðra og feðra á mál- og hreyfiþroska barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að bera saman þroskamat mæðra og feðra á mál- og hreyfisviði. Einnig var markmið rannsóknarinnar að bæta við fræðilega umfjöllun um mun á mati mæðra og feðra á þroska barna sinna. Þátttakendur í rannsókninni voru 56 börn á aldrinum fjögurra til fimm ára og foreldrar þeirra. Foreldrar svöruðu Íslenska þroskalistanum heima eða á leikskólum barnanna. Rannsakandi var viðstaddur þegar listanum var svarað til þess að tryggja að foreldrar bæru ekki saman svör sín. Rannsóknin er hluti af stærra verkefni. Heildarverkefnið ber saman svör mæðra og feðra við einstaklingsprófun á börnum þeirra. Sýndu niðurstöður að mat mæðra er stöðugt hærra en mat feðra á undirprófum og þáttum Íslenska þroskalistan. Kom þó í ljós að mat mæðra og feðra er ekki marktækt ólíkt. Einnig reyndust mæður og feður veita ólíkt þroskamat fyrir stúlkur en ekki drengi. Kanna þyrfti betur hver ástæðan að baki þessu ólíka mati á stúlkum er. Niðurstöður rannsóknar geta þó komið að notum ef Íslenski þroskalistinn verður staðlaður fyrir feður. Í úrtaki rannsóknarinnar er hlutfall foreldra með hátt menntunarstig. Hugsanlegt er að þetta hafi áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerdLokautg.pdf410.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna