is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15512

Titill: 
  • Arflei[f]ð Tárrega : tæknin og tónlistin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Spænski gítarleikarinn og tónskáldið Francisco Tárrega er afar mikilvægur fyrir klassískan gítarleik og gítarbókmenntir. Áður höfðu Spánverjarnir Fernando Sor og Dionisio Aguado lagt mikið til þróunar gítarsins. Tárrega var duglegur að tileinka sér þá tækni sem forverar hans höfðu unnið að og þróa hana áfram. Hann fann meðal annars upp þá setstöðu sem hentar best þegar leikið er á klassískan gítar. Tárrega skrifaði tækniæfingar til að þjálfa einstök atriði, kom með margar nýjungar, var frábær gítarleikari og mjög góður kennari. Árið 1874 hóf hann nám í tónlistarskóla í Madrid. Um þetta leyti var Tárrega að margra áliti merkasti gítarleikari sem uppi var og framtíðin var björt. Tárrega kynntist gítarsmiðnum Antonio Torres. Torres smíðaði þann gítar sem er grunngerð þess hljóðfæris sem við þekkjum í dag. Einn af virtustu gítarleikurum samtímans, Bretinn Julian Bream vill meina að Tárrega hefði ekki komist eins langt með þróun gítartækninnar ef Torres hefði ekki smíðað þennan gítar fyrir hann. Þó að Tárrega sé frumkvöðull þegar kemur að nútímagítartækni hefur tæknin þróast áfram. Tárrega var ungur farinn að halda tónleika utan Spánar. Hann fór að útsetja og var einn af þeim fyrstu til að umrita fyrir gítar verk eftir Bach og Chopin. Þekktastur er hann þó fyrir útsetningar sínar á verkum eftir Albéniz. Fjallað verður um aðferðir Tárrega við útsetningar og um helstu tónverk hans. Hér má nefna eitt þekktasta gítarverk sögunnar, Recuerdos de la Alhambra. Tónlisti Tárrega er hárómantísk eins og tónlist samtímamanna hans. Capricho árabe er eitt mest leikna verk hans. Vísanir í þjóðlagaarf Spánverja eru og áberandi í verkum hans og skýr pólsk áhrif frá Chopin má heyra í þeim fjórum masúrkum sem hann samdi. Þau verk sem nefnd eru í ritgerðinni eru gott dæmi um þetta. Tónverk Tárrega þykja úrvals efni til kennslu og til að þjálfa tækni, tónmyndun og túlkun.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
arfleidtarregashg.pdf472.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna