is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15520

Titill: 
  • Reglur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Með því að þröngva mér inní afmarkandi kerfi regluverks, sem ef til vill ætti að hafa hamlandi áhrif á mig, hefur mér tekist að þróa með mér það vinnuferli sem drifið hefur mig áfram í minni listsköpun. Með því að svipta mig algjöru frelsi hef ég í raun öðlast meira frelsi fyrir vikið, þetta er þversögn að sjálfsögðu, en hún er sönn engu að síður. Eins og danski heimspekingurinn Sören Kierkegaard orðaði það: „Sá sem leitar í sífellu að hinu nýja endar á því að endurtaka sig, á meðan að sá sem setur sér skorður finnur hið nýja“. Ég hef því hætt öllum tilraunum til þess beinlínis að reyna að vera frumlegur, eða rembast við það að skapa eitthvað alveg nýtt, ég er ekki að reyna skapa Sólina. Ég einfaldlega berst áfram í straumi þeirra afmarka sem ég set mér og þeirra reglna sem oft ómeðvitað stjórna mér. Þó svo ég berist áfram í þessum straumi reglna og afmarkanna sem síendurtaka sig, þá er það ekki svo að ég berist stjórnlaust áfram. Enda er reglukerfið sem stjórnar mér, frá mér komið, það er ég sem skapaði það, ég settist samt aldrei niður með blað og penna og ákvað reglur til að fylgja eftir, heldur mótuðust þær með tímanum og halda síðan áfram að þróast og leiða mig á vit nýrra hluta.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ÁsgeirSkúlason.pdf847.96 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna