is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15552

Titill: 
  • Japönsk fagurfræði : áhrif zen búddisma á einfaldleika í vöruhönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð mun ég rekja sögu japansks mínimalisma og greina einkenni stefnunar, í von um að geta aðgreint hann frá skoðunum mínum á vestrænum mínimalisma.
    Áhrif mínimalisma koma úr ólíkum áttum, frá mismunandi tímabilum og er erfitt að segja hvaðan hann er í raun uppruninn, þó er gjarnan sagt að Japan sé stór áhrifaþáttur í tengslum við mínimalisma í hönnun. Þegar litið er til Japan og vöruhönnun þar skoðuð, kemur fljótt í ljós að fagurfræðin þar er mjög einföld og hógvær. Japanskur mínimalismi er ekki aðeins fagurfræðilegt stílbragð heldur er um að ræða hugmyndafræði sem á sér langa forsögu. Mínimalismi er gríðarlega vítt hugtak sem hefur í raun ekki verið nægilega skilgreint í samhengi vöruhönnunar. Þess vegna verður lagt upp með að greina japanska fagurfræði. Í ritgerðinni verður því leitast við að svara spurningunni; Hver er uppruni og einkenni japansks mínimalisma og hvernig hafa þau þróast með tilkomu vöruhönnunar? Í upphafi verður fjallað um uppruna japansks mínimalisma út frá áhrifum zen búddisma á japanskt samfélag. Hugtakið wabi-sabi snertir japanska fagurfræði á mörgum sviðum og er sennilega það mest mótandi í sögu japanskrar menningar. Wabi-sabi er tekið sérstaklega fyrir og greint hvernig Japanir beita því í lífi og listum. Að lokum verður vöru- og húsgagnahönnun í Japan skoðuð og verk þarlendra vöruhönnuða og hönnunarteyma greind út frá japanskri hugmyndafræði.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15552


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eysteinn Jónasso - Ritgerð til BA prófs.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna