is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15555

Titill: 
  • Át geldneyta á Íslandi borið saman við áætlað át í NorFor
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Núverandi fóðurmatskerfi, NorFor, reiknar át fyrir gripi í vexti út frá lífþunga og vaxtarhraða. Mikilvægir þættir í skipulagningu uppeldis er tilgangur kálfsins, pláss, gæði og magn fóðursins. Í þessu verkefni er reynt að meta gæði fóðuráætlana í NorFor fyrir gripi í vexti með því að nota gögn úr eldistilraunum til að setja upplýsingar í NorFor og bera þær niðurstöður við niðurstöður eldistilraunanna. Mestri framlegð skila Limósín naut, þar á eftir Angus naut, Galloway naut, blendingskvígur, íslensk naut og restina reka íslenskar kvígur og uxar. Sam-bærileg athugun var gerð í Noregi þar sem gripir átu meira gróffóður en NorFor reiknaði með. Við því var samt að búast vegna skekkjumarka og áætlað át í NorFor metið nokkuð gott. Út frá niðurstöðum tveggja rannsókna voru búnir til gripir og fóður til að bera saman reiknað át í rannsóknum og áætlað át í NorFor.
    Hámarksfylligildi í NorFor virðist vera lægra en raunverulegt fylligildi og átgetan þar með vanmetin. Marktækur munur er á reiknuðu áti og áætluðu áti í NorFor, 0,52-0,56 ± 0,54 kg þe./dag. Að setja orkujafnvægi upp í 110% eykur þurrefnisát um 0,62 ± 0,18 kg þe./dag og munurinn verður ekki lengur marktækur. NorFor vanmetur átið meira eftir því sem kjarn-fóðurgjöf eykst því það tekur ekki nógu mikið tillit til aukinnar átgetu við kjarnfóðurgjöf. Munur á reiknuðu áti og áætluðu áti í NorFor er misjafn milli stofna. Virðist svo sem að heppilegra sé að nota 100% orkujafnvægi fyrir Angus og Limósín blendinga og 110% fyrir íslenska kálfa, en erfitt er að segja til um Galloway kálfana. Sé kálfi gefið kjarnfóður og gott hey frá 4. mánaða aldri eða hefur náð 10 mánaða aldri áætlar NorFor þurrefnisát í samræmi við reiknað þurrefnisát sé orkujafnvægi sett í 110%. Stofn, fóðurflokkur og aldur hefur áhrif á mun á reiknuðu áti og áætluðu áti í NorFor.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15555


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Sigridur_Gudbjartsdottir.pdf538.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna