is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15564

Titill: 
  • Slefsýki í unglömbum og mismunandi forvarnir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnis var að kanna áhrif mismunandi forvarna á tíðni slefsýki í unglömbum á fyrstu sólarhringum ævi þeirra. Fylgst var með lömbum sem fengu mismunandi inngjöf strax eftir fæðingu, fylgst var með hversu mörg veiktust af þeim og hvaða forvörn þau sem veiktust fengu.
    Rannsókn var gerð í Sveinungsvík í Þistilfirði vor 2012. Þar voru 430 tvílembingar sem voru í tilraun. Öllum var gefin fyrirfram ákveðin meðferð sem var þrenns konar. Annað lambið fékk alltaf AB-mjólk, hitt fékk eina af þremur meðferðum: gerlaflórubúst (prolac paste ), sýklalyf(colinovina vet) eða enga meðferð. Skráð var niður hvar lamb fæddist, hvaða meðferð það fékk og hvort hjálpa þurfti lambi í heiminn. 24 lömb veiktust af 430. Flest lömb sem veiktust fengu enga meðferð.
    Fá lömb veiktust í tilraun, einungis 24, og sýndi tölfræðipróf marktækan mun (p<0,05) milli hlutfalla lamba sem fengu AB-mjólk og ekkert. Það gefur til kynna að AB-mjólk er betri vörn en engin.
    Viðtöl við tólf bændur vorið 2012 um þeirra reynslu af slefsýki gáfu ákveðnar hugmyndir um hversu útbreiddur sjúkdómurinn er og hve misslæmur hann var milli bæja. Einnig að slefsýkinværi breytileg milli ára.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15564


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Gudrun_Hildur_Gunnarsdottir.pdf1.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna