is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15583

Titill: 
  • Aðkoma ferðamanna að jökulröndinni með Sólheimajökul sem dæmi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er fjallað um aðdráttarafl jökulrandarinnar með Sólheimajökul sem dæmi. Markmiðin eru að draga fram sérstöðu svæðisins, finna leiðir til að auka möguleika á jákvæðri upplifun ferðamanna á svæðinu og að draga úr neikvæðum áhrifum ferðamanna á náttúruna. Auk þess er velt upp spurningunni hversu langt má ganga í að móta landslagið á ferðamannastöðum. Á síðustu árum hefur ferðamönnum fjölgað mikið á Íslandi og vandmeðfarið er að finna jafnvægi milli þess að mæta þörfum náttúrunnar og þörfum ferðamanna. Íslenskt landslag er viðkvæmt hvað varðar ágang á náttúruna sjálfa og því krefst aukinn ferðamannastraumur aukinnar uppbyggingar. Hrátt landslag á stórum hluta landsins, m.a. við jökulröndina, er mjög viðkvæmt fyrir uppbygginu og því er mikilvægt að vanda til verks þegar farið er í uppbyggingu á slíkum stöðum. Stuðst er við heimildir úr ýmsum áttum sem fjalla um ferðamenn, ferðamannastaði og fleira sem því tengist, farið var á athugunarsvæðið og það skoðað, rætt við ferðamenn og ferðaþjónustuaðila. Að lokum eru niðurstöður þeirrar vinnu notaðar til að móta skipulagstillögu þar sem sýnt er hvernig beina má umferð ferðamanna um stærra svæði með stígakerfi og útsýnispöllum. Vonast er til að þessar aðgerðir verði til þess að auka möguleika ferðamanna á að eiga jákvæða upplifun af svæðinu sem og að vernda náttúruna með markvissri uppbyggingu sem mætir þörfum ferðamanna án þess að ganga á eiginleika og aðdráttarafl svæðisins.

Samþykkt: 
  • 6.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15583


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Katrin_Petursdottir.pdf330.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna