is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15607

Titill: 
  • „Rúmið mitt var allt út í morgunkorni.“ Greining og samanburður á hrekkjamenningu tveggja menntaskólaheimavista.
  • Titill er á ensku "My Bed Was Completely Covered in Cereal.“ An Analysis and Comparison of Pranking Culture in Two High School Dorms.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er hrekkjahefð tveggja íslenskra menntaskólaheimavista, á Egilsstöðum og að Laugarvatni, greind og borin saman. Hrekkirnir eru fyrst og fremst greindir í ljósi húmorfræði og sviðslistafræði. Unnið er út frá svörum alls níu einstaklinga úr spurningaskrám og viðtölum og eru þeir úr báðum skólum, á aldrinum 18-47 ára. Í fyrsta kafla eru fyrri rannsóknir á skólasiðum kynntar auk tilgangs rannsóknarinnar og einnig þær aðferðir sem notast var við. Í öðrum kafla er hugtakið hrekkur krufið til mergjar og tillögur um flokkunarkerfi settar fram. Í þriðja kafla er svo rætt um hlutverk hrekkja með sviðslistafræðilegri nálgun og rök færð fyrir því að þeir geti bæði þjónað tilgangi leikja og helgisiða. Þar er heimavistin einnig skoðuð sem svið. Í fjórða og síðasta kaflanum er gerð grein fyrir rannsókninni sjálfri. Þar er skýrt frá sögu skólanna tveggja, hrekkjamenning þeirra greind og borin saman. Í umræðunni er tekið tillit til sagnahefðar heimavistarskóla, stigveldismyndunar, leikreglna í kringum hrekkjabrögð, tilhneiginga til uppreisnar og virkni hrekkjanna sem heimildarmenn greindu frá í upphafi rannsóknarinnar, en virknin er marghliða og því lifir hrekkjahugurinn áfram.

  • Útdráttur er á ensku

    In this essay the pranking culture of two Icelandic high school dorms, in Egilsstaðir and at Laugarvatn, analyzed and compared. The pranks are first and foremost analyzed in the light of humorology and performance studies. The research is based on interviews and written information from nine people from both schools, aged 18-47 years. In the first chapter some former researches on school customs are introduced, the purpose of this research is made known and also the methods used. In the second chapter the pranking concept is dissected and some ideas about classification systems proposed. In the third chapter the role and function og the pranks are discussed with the approach of performance studies, and the opinion that pranks can both serve the purpose of play and ritual is supported with arguments. Also the dormitory is viewed as a stage. In the fourth and last chapter the research itself is disclosed, starting with a summary of the history of the two schools. Then their pranking culture is analyzed and compared. The discussion takes into account the oral folklore concerning pranks in the schools, the formation of hierarchy, the rules around practical joking, rebellion tendencies and the function of the pranks that the infromants gave an account of in the beginning, but the function is multiple and therefore the pranking interest lives on.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15607


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HRK. BA.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna