is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Sviðslistadeild / Department of Performing Arts > Lokaverkefni (BA) / Final projects (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15618

Titill: 
  • Komið, sjáið, upplifið : um markaðssetningu sviðslista
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sjálfstæðir íslenskir sviðslistahópar hafa haft mikil áhrif á framgang og þróun sviðslistar hér á landi. Áhorfendatölur þeirra hafa aukist á undanförnum árum þrátt fyrir bága efnahagsstöðu þjóðarinnar. Leiða má að því líkum að tilkoma nýrra námsbrauta við Listaháskóla Íslands, samtímadans og fræða og framkvæmdar, hafi átt þátt í að auka áhuga á og aðsókn að sviðslistageiranum. Talið er að áhorfendahópur sjálfstæðra íslenskra sviðslistahópa einskorðist aðallega við fólk sem starfar sjálft innan sviðslista- og listageirans.
    Í þessari ritgerð er staða sjálfstæðra íslenskra sviðslistahópa skoðuð og kannað hvernig þeir geta leitað á önnur mið og opnað augu almennings fyrir hinum ótakmörkuðu og fjölbreyttu möguleikum sviðslista. Stuðst verður við markaðsrannsóknir og hugmyndir fræðimanna um ýmsar leiðir til markaðssetningar til að kanna hvernig breyta megi viðhorfum almennings til sjálfstæðu sviðslistasenunnar á Íslandi og hvernig sviðslistahópar geta náð til víðari hóps fólks.
    Helstu niðurstöður eru að sjálfstæðir sviðslistahópar þurfa fyrst og fremst að þekkja þarfir áhorfenda og almennings og vera meðvitaðir um þær ástæður sem búa að baki hverri leikhúsheimsókn. Ekki má gleyma mikilvægi áhorfenda. Þeir eru óaðskiljanlegur hluti af listrænni upplifun og án þeirra væri ekkert leikhús. Þannig er nauðsynlegt að sjálfstæðir íslenskir sviðslistahópar kunni ágæt skil á grundvallarmarkaðsfræði og leiðum til markaðssetningar og séu opnir fyrir þeim sérstaklega í ljósi þeirra takmörkuðu fjárveitinga sem þeir hafa úr að spila.

Samþykkt: 
  • 7.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð-lokaskil PDF2.pdf288.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna