is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15651

Titill: 
  • Stjórnunarstílar : Höldur ehf.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar er að skoða leiðtogastíla í fræðilegu samhengi ásamt því að skoða eitt fyrirtæki í því sambandi og leiðtogastíl stjórnanda þess. Rannsóknarspurningarnar eru þrjár:
    • Hvernig hafa leiðtogafræðin þróast í áranna rás?
    • Hvernig endurspeglar leiðtogamat þróun leiðtogafræðanna?
    • Hvaða leiðtogastíl hallast forstjóri Hölds að og er sjálfsmat hans í samræmi við mat undirmanna hans?
    Til að svara þessu eru raktar leiðtogakenningar frá því að þær fóru að ryðja sér til rúms til okkar daga. Einnig er fjallað um leiðtogamat, helstu aðferðir við leiðtogamat og umræða um hvernig matið endurspeglar kenningarnar í áranna rás. Að lokum er tekið fyrir eitt tilvik sem er Höldur ehf. og forstjóri fyrirtækisins. Leiðtogastíll hans er kannaður og notað er til þess þekkt aðferð innan leiðtogafræðanna, spurningalistakönnun LBDQ (Leader Behavior Description Questionnaire).
    Lagður var fyrir forstjórann og sjö undirmenn hans spurningalisti LBDQ sem inniheldur 100 spurningar eða fullyrðingar. Niðurstöður spurningalistanna voru bornar saman til þess að kanna hvort sjálfsmat forstjóra sé í samræmi við mat undirmanna hans. Einnig til að varpa ljósi á hvaða leiðtogastíl hann hallast að.
    Þróun leiðtogafræðanna hefur verið frá því að leggja áherslu á meðfædda eiginleika yfir í hegðun og athafnir og áhrif aðstæðna síðar meir. Mikil þróun hefur verið í leiðtogakenningum en á sama tíma hefur þróun leiðtogamats ekki verið hin sama. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að sjálfsmat forstjóra er í samræmi við mat undirmanna hans. Hann leggur áherslu bæði á samskipti við undirmenn sína sem og verkefni og þjónustu fyrirtækisins
    Lykilorð: Leiðtogastíll, leiðtogakenningar, leiðtogamat, LBDQ, Höldur ehf., fylgjendur/undirmenn.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to describe leadership styles in an abstract context, while examining one company and its selection of leadership style, specifically the CEO. The research questions are three:
     What has been the developement of leadership theories over the years?
     How does leadership assessment reflect development of leadership theories?
     What type of leadership style does the CEO of Höldur lean towards and is his self assessment aligned with that of his subordinate´s assessment?
    To answer these questions, leadership theories are contemplated from its very commencement, to current theories of present-day. Correspondingly a further discussion of the leadership assessment is demonstrated, as well as further observation of the main
    assessment methods and examination on how the assessment reflects on the theories over the years. Finally, a single case, Höldur ehf. and its CEO is observed. His style of leadership is surveyed and for that purpose a particular leadership assessment method is
    used, the LBDQ survey (Leader Behavior Description Questionnaire).
    The CEO and seven subordinates, answered the LBDQ questionnaire which contains 100 questions or statements. Results of the questionnaire were compared to determine whether the self assessment of the CEO is consistent with his subordinate’s assessment and to highlight the leadership style he is inclined to. The development of leadership theories has moved from focusing on characteristics and innate traits and skills towards behavior, activities and impact of external conditions. A major development has been in the leadership theory, but at the same time, the
    enhancement of leadership assessment has not been the same. The results show that self assessment of the CEO is consistent with the assessment of his subordinates. He focuses equally on the communication with his subordinates as well as projects and the service provided by the company
    Keywords: Leadership style, leadership theories, leadership assessment, LBDQ, Höldur ehf., followers/subordinates.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 23.6.2043.
Samþykkt: 
  • 10.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stjórnunarstílar-Efnisyfirlit.pdf54.21 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Stjórnunarstílar-Heimildaskrá.pdf69.36 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Stjórnunarstílar-Viðauki.pdf45.52 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Stjórnunarstílar.pdf1.57 MBLokaður til...23.06.2043HeildartextiPDF