is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15655

Titill: 
  • Meðferð mála er varða kynferðisbrot gegn börnum á aldrinum 15-18 ára í barnaverndar- og réttarvörslukerfinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kynferðisbrot gegn börnum eru alvarlegustu afbrot sem hægt er að hugsa sér í mannlegu samfélagi. Ísland hefur undirgengist ýmsar þjóðaréttarlegar skuldbindingar til að vernda rétt barna í hvívetna. Börn eru berskjaldaðri en fullorðnir einstaklingar og því ber að veita þeim sérstaka vernd umfram fullorðna og getur það átt við um 15-18 ára börn sem og 14 ára og yngri. Í ritgerðinni er sérstaklega kannað hvernig réttarvernd 15-18 ára barna er háttað í íslenskri löggjöf og hvort og þá sérstaklega hvernig þessum aldurshópi er tryggð nægjanleg réttarvernd í kynferðisbrotamálum. Einstaklingar í þessum aldurshóp virðast ýmist vera taldir til barna eða fullorðna og fer það að mestu leyti eftir því réttarsambandi sem um ræðir hverju sinni. Megininntak ritgerðarinnar er aðallega umfjöllun um réttarvernd brotaþola á aldrinum 15-18 ára en einnig er litið til ungra geranda sem eru undir 18 ára aldri og hvernig réttarvernd og meðferð í þeirra málum er háttað. Fjallað er sérstaklega um meðferð kynferðisbrotamála bæði í barnaverndar- og réttarvörslukerfinu með tilliti til könnunar máls, málsmeðferðar, sönnunar, skýrslutöku, aðildar að málum og meðferðarúrræða svo eitthvað sé nefnt. Skoðað var sérstaklega hvaða meðferð mál hljóta hjá barnaverndarnefnd ef ekki er óskað eftir lögreglurannsókn. Jafnframt voru alvarleikastig kynferðisbrota skoðuð með hliðsjón af skilgreiningum og viðmiðum barnaverndarnefndar og hins vegar skilgreiningum og viðmiðum réttarvörslukerfisins. Samspil barnaverndarkerfisins og réttarvörslukerfisins er afar mikilvægt í kynferðisbrotamálum því málin eru oft til meðferðar hjá tveimur aðilum á sama tíma. Þegar öllu er á botninn hvolft eftir skoðun á meðferð kynferðisbrotamála er erfitt að gera sér grein fyrir þeim viðhorfum og viðmiðum sem ríkjandi eru hjá löggjafanum almennt þegar kemur að því að veita 15-18 ára aldurshópnum viðunandi réttarvernd í kynferðisbrotamálum. Kynferðisbrotakafli hgl. er afar mikilvæg mannréttindalöggjöf og því liggur það í augum uppi að gæta verður samræmis og jafnræðis í lagalegu tilliti þegar um er að ræða meðferð kynferðisbrotamála 15-18 ára barna í barnaverndar- og réttarvörslukerfinu.

  • Útdráttur er á ensku

    Sexual offenses against children are one of the most brutal and serious offenses that can be thought of in human society. Iceland has undertaken a number of international obligations to protect children's rights in all respects. Children are more vulnerable than adults and for that reason it is very important to provide them special protection and it should not matter whether they are 15-18 years old or 14 years old or younger. In this thesis it will be especially explored how children at the age of 15-18 year old are protected in Icelandic legislation and how adequate legal protection is guaranteed in sexual offence cases. This age group seems often to be on the verge of being considered a child or adult, depending largely on the rights in question. The main focus in the thesis is how the victim’s rights at the age of 15-18 years
    old in sexual offence cases are protected but the focus will also be on young perpetrators who are under 18 years of age and how they are guaranteed rights and how their cases are handled.
    Processes of sexual cases in the child welfare system and in the criminal justice system will be given a lot of thought. It was especially important to focus on how the child welfare system
    handles sexual offence cases that are reported if police investigation is not required. Furthermore, it was examined how the child welfare system define types and severity of sexual offences and also how the criminal justice system defines it. Cooperation of the child welfare system and the criminal justice system is very important in sexual offence cases due to these two parties are often both handling cases at the same time. It seems as if 15-18 year old children are not provided adequate legal protection in sexual offence cases even though the obligation is truly before hand.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 1.5.2020.
Samþykkt: 
  • 10.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bára Brynjólfsdóttir.pdf566.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna