is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15677

Titill: 
  • Forspárréttmæti sjálfsmisræmiskvarðans (self-discrepancy scale): Áhrif sjálfsmisræmis á líðan
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Nútíma neyslumenning leggur mikla áherslu á hina fullkomnu ímynd, lífsstíl og útlit. Áhrifamiðlar varpa fram óraunhæfri óskaímynd sem með tímanum verður viðurkennd og eftirsóknarverð. Slíkur samfélagsþrýstingur getur komið niður á líðan fólks þar sem hann kallar fram misræmi milli raunsjálfs og óskasjálfs. Slíkt sjálfsmisræmi (Self-discrepancy) er meginefni þessarar rannsóknar. Rannsóknir benda til þess að hugtakið skýri að hluta kvilla sem eiga rætur sínar í gildismati neyslusamfélaga svo sem kaupáráttu og líkamsóánægju. Tilgangur þessarar rannsóknar (N = 672) var að kanna próffræðilega eiginleika og forspárréttmæti Sjálfsmisræmiskvarðans (Self-discrepancy scale) sem er nýtt mælitæki. Það var hannað til þess að mæta gagnrýni á eldri mælitæki, sem eru bæði torskilin og óáreiðanleg. Niðurstöður sýndu að Sjálfsmisræmiskvarðinn er áreiðanlegt eins þátta mælitæki sem hefur góða forspá um þær tilfinningar sem sjálfsmisræmiskenningin segir að tengist sjálfsmisræmi. Sjálfsmisræmiskvarðinn veitir neikvæða forspá um lífsánægju og jákvæðar tilfinningar og jákvæða forspá um neikvæðar tilfinningar og streitu- og kvíðaeinkenni, eins og spáð var. Mælitækið mætti nýta í rannsóknum og klínískum tilgangi.
    Efnisorð: sjálfsmisræmi, óskasjálf, raunsjálf, forspárréttmæti, próffræði

  • Útdráttur er á ensku

    Modern consumerism in western culture places ever increasing weight on the perfect image, lifestyle and looks. Media delivers masses of direct and indirect messages of the ideal self. Unconsciously, people internalize and seek this unrealistic ideal self, which can have detrimental effects on well-being. Self-discrepancy between the actual and ideal self can develop from such ideal messages. Self-discrepancy, which is the focus of this paper, has been shown to be predictive of consumer culture-related ills such as body-dissatisfaction and compulsive buying. The present paper reports the predictive validity and psychometric properties of a new Self-discrepancy scale, which was created to meet criticism of previous measurements which have proven both unreliable and confusing. Supporting our predictions, the new scale has good psychometric properties and is positively predictive of negative affect and stress/anxiety and negatively predictive of satisfaction with life and positive affect. The research provides an evidence-based tool for measuring self-discrepancy which can be used both in research and clinical work.
    Keywords: self-discrepancy, ideal-self, actual-self, predictive validity psychometrics

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir-nytt.pdf517.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna