is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Söguþing Sagnfræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15703

Titill: 
  • „Ég vissi ekkert, ég gat ekkert.“ Bankahrunið á Íslandi og vægi valdhafa í þungum straumi sögunnar.
Útgáfa: 
  • Júní 2012
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er tekist á við spurninguna um ábyrgð valdhafa á falli íslensku bankanna þriggja haustið 2008. Gátu þeir komið í veg fyrir það eða minnkað það áfall sem hagkerfið og samfélagið varð fyrir? Eða voru þeir einungis leiksoppar örlaganna, nánast eins og áhorfendur að atburðarás með endi sem var ákveðinn fyrirfram án þess að þeim væri það ljóst?
    Í greininni eru raktar staðreyndir, fullyrðingar og álitamál sem að gagni koma við leit að svari. Fyrst er staldrað við fall bankanna haustið 2008 og síðan vikið að skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um þá atburði. Því næst er fjallað um þá tillögu innan þingsins að ákæra ráðherra fyrir vanrækslu í aðdraganda hrunsins og loks er rakin meðferð ákæru á hendur fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi.
    Í síðustu hlutum greinarinnar er vikið að þeim vanda seinni tíma rannsakenda að vita hvernig atburðum vatt fram, ólíkt þeim sem stóðu í eldlínunni hverju sinni. Einnig er velt vöngum yfir því sem hefði getað gerst, í anda efsögu (e. counterfactual history). Þá er farið yfir tvö ólík sjónarhorn í sagnfræðilegum rannsóknum; annars vegar þær kenningar að einstaklingar – einkum þeir sem eru í áhrifastöðum – geti breytt gangi sögunnnar sem sé sífellt tilviljunum háð, og hins vegar það víðara sjónarmið að líta beri á sögulega þróun til lengri tíma litið og þá komi í ljós að einstaklingar og ákvarðanir þeirra hverju sinni skipti ekki sköpum, jafnvel þótt konungar, aðalsmenn, auðjöfrar eða forsætisráðherrar eigi í hlut.
    Lykilorð: Bankahrunið á Íslandi, ábyrgð, skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, landsdómur, Geir H. Haarde, söguspeki, efsaga (counterfactual history)

  • Útdráttur er á ensku

    The article deals with the question of statespersons‘ liability in connection with the collapse of the Icelandic banks in the fall of 2008. Were they able to prevent it or at least decrease the damage it caused to the Icelandic economy and society? Or were they victims of circumstances, almost like spectators witnessing a course of events that was predetermined without their knowledge?
    The article summarizes facts, statements and matters of opinion that can be useful in an analysis of the issue at hand. First, the collapse of the banks is discussed and the focus is on the report of the Icelandic parliament‘s Special Investigation Commission. Then, charges within the parliament of negligence against certain ministers are detailed and, finally, proceedings at the Court of Impeachment against former prime minister Geir H. Haarde.
    In the latter half of the article, the potential problem of being ‘wise after the event’ is discussed. Furthermore, the roads that might have taken are described, in the spirit of ‘counterfactual history’. Also, the banking collapse is seen from two different (and simplified) viewpoints in historical research; that of contingency and the importance of individuals and their actions vis-à-vis an approach of underlying developments where such random factors fade into the background of inevitability and the ‘longue durée’. Seen from that perspective, kings, nobility, business tycoons or prime ministers have little say in the course of historical development.
    Keywords: Icelandic banking collapse 2008, liability, Court of impeachment, Geir H. Haarde, historiography, counterfactual history

Birtist í: 
  • Söguþing 2012. Ráðstefnurit. Sagnfræðistofnun, Reykjavík, 2013
Athugasemdir: 
  • Ritrýnd grein
Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15703


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ég vissi ekkert.pdf464.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna