is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15711

Titill: 
  • Listin að lesa : hver eru viðhorf til læsis og læsisvenjur nokkurra stráka og stelpna í 4. bekk?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Megintilgangur hennar er að skoða viðhorf og lestrarvenjur barna í 4. bekk og hvernig skóli getur haft áhrif á eflingu læsis hjá börnum. Lestur er mikilvægur þáttur í daglegu lífi barna og byggir nám að mestu á því að þau séu læs. Góð lestrarfærni er talin mikilvæg í upplýsingaþjóðfélagi nútímans hvort sem litið er á færnina sem undirstöðu til náms eða þátttöku í samfélaginu. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er á fræðilegan hátt varpað ljósi á mikilvægi læsis í nútímasamfélagi. Hugtökin lestur og læsi eru skýrð, gerð er grein fyrir undirstöðuþáttum lestrar, lestrarþróun og lestrarferli auk þess sem fjallað er um ýmsar leiðir til þess að efla læsi. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru fjallað um rannsóknir á lestraráhuga stráka og stelpna. Rannsóknir hafa sýnt að meirihluti stráka eru verr staddir hvað varðar lesskilning og lestraráhuga heldur en stelpur. Fjallað er meðal annars um kynjamun á lestrarárangri, lestraráhuga og lesskilningi. Auk þess er sagt frá hvernig umhverfisþættir svo sem heimili og skóli geta haft áhrif á lestraráhuga barna auk bókasafnsnotkunar. Jafnframt er greint frá niðurstöðum og aðferðafræði rannsóknar sem undirrituð gerði á meðal fjögurra stráka og fjögurra stelpna í 4. bekk til að varpa enn frekar ljósi á lestraráhuga barna í 4. bekk. Meginniðurstöður sýndu að ekki er kynjamunur á viðhorfi barna til lestrar auk þess sem allir þátttakendur lásu sér til yndisauka. Lesturinn var auðveldari fyrir strákana en hugtakið spennandi kom oftast fyrir í svörum barnanna. Jafnframt kom fram að strákar sáu föður eða móður frekar lesa bækur á heimili heldur en stelpur.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper is a final thesis towards B.Ed. degree at the department of Education at the University of Akureyri. The main goal is to find out what attitude and reading habits children
    in fourth grade have and how schools can affect the development of literacy in children. Reading is an important element in every day life and children´s education heavily relies on literacy. Good reading abilities are increasingly considered as an importance of the information society and in the participation in the community. In the first part of the paper is on theoretical way, better insight provided on the importance of literacy in the modern
    society. Also literacy and reading, the basics of reading, reading development and reading process as well as discussing various ways to promote literacy are explained. In the second part of the paper research about reading interest of boys and girls are explained. Researches show that the majority of boys are worse off in terms of reading comprehension and reading interest than girls. Also are environmental factors described, such as home and school how they can impact on children's reading interest and library use.
    Furthermore, the reported results and methodology of study signeture made among four boys and four girls in fourth grade are explained to throw further light on the reading interest among children in 4th grade. The main results showed no gender differences in children's attitudes to reading as well as all participants read for enjoyment. Reading was easier for boys and the concept, exciting was usually used for the most interesting book. Also was revealed that boys saw fathers and mothers rather read books at home than girls.

Samþykkt: 
  • 11.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.ed ritgerð Kolbrún H. Stefánsdóttir.pdf457.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf113.24 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf116.13 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf131.82 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna