is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15728

Titill: 
  • Hlutverk kvenna og áhrif undirfatnaðar á mótun kvenlíkamans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er farið yfir uppruna og sögu nærfatnaða kvenna til að skilja hvernig undirfötin móta líkama okkar og vaxtarlag. Lífstykki hefur gefið konunni hlutverk í aldanna rás með því að styðja við form kvenlíkamans.
    Með tímanum urðu sumar konur meðvitar um slæma stöðu sína í samfélaginu víðsvegar um heiminn og efndu til baráttu í leið sinni að frelsi. Þröng undirföt heftuðu þær og gátu þær til að mynda ekki farið út á vinnumarkaðinn í þessum fötum.
    Karlmenn eru oft með miklar væntingar til kvenmanna um hvernig líkamsbygging þeirra eigi að vera. Þessar miklu væntingar eru til að mynda komnar frá kvikmyndum, auglýsingum og klámtímaritum en þar er konan oft á tíðum með mikinn farða auk þess sem tækninýjungar breyta vaxtarlagi kvennanna og ýkja t.d. brjóstin, slétta maga og taka hrukkur.
    Karlkyns fatahönnuðir hafa í langan tíma verið fleiri en kvenmenn í tískuheiminum. Það getur gert það að verkum að þeir búi til óeðlilegar fyrirmyndir fyrir konur því karlmennirnir hugsa að öllum líkindum meira um karlmannsformin heldur en kvenmennirnir. Tilgangur nærfatnaðar er að gefa ákveðnum líkamshluta stuðning. Í nútímasamfélagi fara konur að iðka líkamsrækt sem gerir það að verkum að þær þjálfa líkamann og móta hann eins og þær vilja. Hlutverk nærfatna í mótun líkamans verður því minna.

Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15728


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
undirfatnaðar .Sara Arnarsdóttir og EvaNr.4 .NR.2.A._1.pdf6.67 MBOpinnPDFSkoða/Opna