is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15729

Titill: 
  • Samfélagsleg ábyrgð nýsköpunarfyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (SÁF) er hugtak sem er tiltölulega nýtt. Fræðileg umræða á því hófst upp úr 1950. Síðan þá hafa margar skilgreiningar litið dagsins ljós. Evrópusambandið kom með sína fyrstu skilgreinginu á SÁF árið 2001 og í kjölfarið jókst umræða og vitneskja almennings um hugmyndafræðina til muna.
    Nýsköpun og samfélagsleg ábyrgð er lítt rannsakað efni hér á Íslandi. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvort íslensk nýsköpunarfyrirtæki hafi stefnu um samfélagslega ábyrgð við stofnun fyrirtækja. Rannsóknarspurningin sem höfð var að leiðarljósi við gerð verkefnisins var:
    Taka nýsköpunarfyrirtæki afstöðu til samfélagslegrar ábyrgðar inn í hugmyndir sínar og rekstur? Ef svarið er jákvætt hvers vegna gera þau það, en ef svarið er neikvætt hvers vegna ekki?
    Til að komast að niðurstöðu framkvæmdi skýrsluhöfundur eigindlega rannsókn og safnaði gögnum með 2 einstaklingsviðtölum við verkefnastjóra tveggja nýsköpunarmiðstöða. Að auki gerði skýrsluhöfundur megindlega rannsókn en rafræn spurningakönnun var send út til frumkvöðla
    Helstu niðurstöður eru að þær að frumkvöðlar hafa vitneskju um gildi samfélagslegrar ábyrgðar, en þó kom í ljós við greiningu á opinni spurningu að nokkrir frumkvöðlar skilgreina SÁF sem góðgerðamál.
    Helstu tillögur skýrsluhöfundar eru að nýsköpunarmiðstöðvar haldi námskeið fyrir frumkvöðla og kynni þeim kosti SÁF og hver helsti ávinningur stefnumiðaðrar samfélagslegrar ábyrgðar sé.
    Önnur tillaga skýrsluhöfundar er að gerð verði viðtalsrannsókn við frumkvöðla þar sem leitast verði við að fá fram hver skilningur frumkvöðla sé á samfélagslegri ábyrgð.
    Lykilorð: Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja. Nýsköpun. Hagsmunaaðilar. Stefnumiðaður ávinningur. Sjálfbærni. 

  • Útdráttur er á ensku

    Corporate social responsibility(CSR) is a relatively new concept. Academic discussions about it started in the 1950s. Since then many definitions have been made. The European Union gave its first definition of CSR in 2001 followed by increased debate and public knowledge about the concept. There have not been a great number of studies on innovation and social responsibility in Iceland. The purpose of this study is to investigate whether the Icelandic innovative companies include policies on social responsibility while establishing new businesses . The guiding research question was: Do innovative companies take a stand on issues regarding social responsibility in their business ideas and strategies? If the answer is positive why do they do it but if the answer is negative then why not? To come to a conclusion informations were gathered by report author with qualitative methods. Two individual interviews were conducted with two project managers of two innovation centers. Additionally a quantitative study was conducted as electronic questionnaires were sent out to entrepreneurs.
    The main findings are that pioneers have knowledge about the value of CSR, but it was discovered in the analysis of open-ended questions that some entrepreneurs have defined CSR as charity.
    The report's main recommendations are to hold innovation courses for entrepreneurs to introduce the benefits of CSR and the primary benefits of social responsibility policies. Another suggestion is that a study will be conducted by interviewing entrepreneurs focusing on each entrepreneur's understanding of CSR.
    Key words: Corporate Social responsibility. Innovation. Stakeholders. Strategic CSR. Sustainability.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 24.7.2016.
Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá.pdf180.52 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Efnisyfirlit.pdf56.28 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Linda Sigurgeirsdóttir.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna