is Íslenska en English

Skýrsla

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15734

Titill: 
  • Sameldið ehf.: felast tækifæri í sameldisræktun?
Útgáfa: 
  • Maí 2013
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Sameldi er ræktunaraðferð þar sem ræktaðar eru jurtir, en um leið fiskar. Enska heitið er aquaponic og er því skeytt saman úr orðunum aquaculture (fiskeldi) og hydroponic (vatnsrækt). Aðferðin er aldagömul en hefur fengið litla athygli þar til á allra síðustu áratugum. Áhugi fræðasamfélagsins virðist hinsvegar hafa verið vakin, því mikið er um rannsóknir á aðferðinni og tilraunir gerðar í mörgum háskólum í heiminum.
    Þau vandamál sem steðja að heimsbyggðinni um þessar mundir felast í því að gengið hefur verið á auðlindir, á sama tíma og eftirspurn eftir fæðu eykst sífellt vegna fólksfjölgunar og aukinnar velmegunar. Auk þess hefur mikil notkun jarðefnaeldsneytis og annarra mengandi efna haft neikvæð áhrif á umhverfið sem lýsir sér í meiri öfgum varðandi veðráttu. Það hefur síðan áhrif á uppskerur og veldur vandamálum sem fyrirsjáanlegt er að komi til með að hafa neikvæð áhrif á matarframboð.
    Skýrlan gekk út á að meta arðbærni sameldis á Íslandi með tilliti til markaðsaðstæðna, verða, eftirspurnar og annarra þátta sem hafa áhrif. Niðurstöðurnar voru mjög jákvæðar og svo virðist sem starfsemin myndi gefa góða raun á Íslandi.

Athugasemdir: 
  • Læst til 21.5.2042
Samþykkt: 
  • 12.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Final cut.pdf2.01 MBLokaður til...21.05.2042ForsíðaPDF