is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15851

Titill: 
  • Þjálfun knattspyrnu 8 ára og yngri Handbók fyrir þjálfara í 8. og 7. flokki karla og kvenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni þetta er unnið sem hluti af B.Ed-gráðu í Íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands. Það samanstendur af handbók og greinargerð.
    Handbókin er ætluð knattspyrnuþjálfurum iðkenda, 8 ára barna og yngri. Það eru börn sem stíga sín fyrstu skref í knattspyrnu. Handbókin lýtur að öllu sem skiptir máli um hvernig nálgast eigi þjálfun ungra barna og hvernig hún er frábrugðin þjálfun eldri barna og unglinga. Með þessum skrifum vonumst við til að geta aðstoðað bæði reynda sem óreynda þjálfara, og menntaða sem ómenntaða.
    Í greinargerðinni kemur fram flest sem mikilvægt getur talist um þjálfun ungra iðkenda í knattspyrnu. Henni er skipt í fjóra kafla sem hver um sig hefur tvo til sex undirkafla. Fyrsti kaflinn er fræðilegur inngangur og fjallar um börn frá fjögurra til átta ára og hvað þau geta gert í knattspyrnuiðkun og hvernig hún hefur áhrif á umhverfið í kringum þau. Annar kafli fjallar um þjálfarann, hvert hlutverk hans er og hvað hann þarf að vera meðvitaður um við þjálfun og meðhöndlun barna. Í þriðja kafla er fjallað um mismunandi þætti þjálfunar og hvernig þjálfari getur staðið að þjálfuninni. Í fjórða og síðasta kaflanum er fjallað um gerð handbókarinnar, uppbyggingu og tilurð hennar útskýrð út frá sjónarhóli höfunda.

Samþykkt: 
  • 25.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð lok.pdf461.48 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók.pdf728.87 kBOpinnHandbókPDFSkoða/Opna
Kapa.jpg4.12 MBOpinnFylgiskjölJPGSkoða/Opna