is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15854

Titill: 
  • Að undirbúa nám í nýjum skóla : áhersluþættir stjórnanda og mannaráðningar
Útgáfa: 
  • 2010
Útdráttur: 
  • Þróun og mótun skóla er flókið ferli sem felst í því að byggja upp færni til að efla nám nemenda. Nám og kennsla er í brennidepli í allri skólaþróun en margir óskilgreindir þættir hafa áhrif þar á. Skólastjórnendur hafa þar mikið að segja. Það sem einkennir skilvirka skóla er meðal annars námsárangur, dreifð forysta og samvinna. Rannsóknin sem hér er um rætt er hluti af starfendarannsókn með starfsfólki í nýjum grunnskóla í þéttbýli. Skólastjóri var ráðinn til starfa til skólans tæpu ári áður en eiginlegt skólastarf hófst. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skilja og varpa ljósi á sýn skólastjóra á forystuhlutverkið í upphafi starfsins, hvaða viðfangsefni biðu hans og hvað hann hugsaði þegar hann réð fólk til starfa.
    Gögnum um sýn og viðfangsefni var safnað með viðtölum og vettvangsathugunum. Mikið kapp var lagt á að undirbúa jarðveg hins nýja skóla þannig að þar gæti farið fram farsælt skólastarf. Skólastjóri vann að stefnumótun skólans í samvinnu við nýmyndað foreldraráð. Hann fékk einnig tíma til að lesa sér til um strauma og stefnur í skólamálum og kynna sér fyrirkomulag í öðrum skólum.
    Auk þess sinnti hann mannaráðningum og hagnýtum þáttum sem lutu að skipulags- og byggingarmálum. Skólastjóri sagðist vilja vera sýnilegur, faglegur þátttakandi í skólastarfinu og leita lausna með samræðu að vopni. Skólanum bárust margar umsóknir um störf en sóst var eftir áhugasömu og fjölhæfu fólki sem gæti samsamað sig stefnu skólans og unnið í teymum í opnum rýmum með þarfir nemenda að leiðarljósi. Vandað var til verka við ráðningar og tekin fjölmörg viðtöl við hæfa umsækjendur en þeir sem sóttu um voru flestir fremur reynslulitlir. Skólastarf er farið af stað en ekki hefur allt gengið upp eins og áformað var. Byggingarframkvæmdum seinkaði og það olli ringulreið og töfum á áætlaðri faglegri samvinnu kennara. Vísbendingar eru um að í skólanum séu aðstæður til að þróa námssamfélag og samvinnu.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2010; 7 : s. 43-59
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BirnaM-Allyson-GudmundurH-AdUndibuaNamNyjumSkola.pdf468.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna