is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15862

Titill: 
  • Skólamenning og námsárangur
Útgáfa: 
  • 2011
Útdráttur: 
  • Í þessari grein er kastljósinu beint að skólamenningu og tengslum hennar við námsárangur.Kennarar og deildarstjórar í átta heildstæðum grunnskólum víðs vegar um landið svöruðu
    spurningalista þar sem þeir mátu staðhæfingar sem lýstu ákveðnum þáttum í skólamenningu. Svör kennaranna voru þáttagreind og reyndist unnt að greina á milli þrenns konar
    ríkjandi þátta. Þeir eru: a) völd og áhrif, b) nýbreytni, c) forysta og stefnufesta. Þegar staðhæfingar sem tengdust áherslum skólamenningar í kennslu voru þáttagreindar komu fram
    tveir þættir: annar beindist að a) samanburði og hinn að b) skilningi. Jákvæð fylgni (r=0,37)var milli kennslu þar sem áhersla var á samanburð og þess að skólamenning einkenndist af
    keppni um völd og áhrif. Á sama hátt mældist jákvæð fylgni milli kennsluhátta þar sem lögð var áhersla á skilning og skólamenningar sem einkenndist af nýbreytni (r=0,34) og forystu og stefnufestu (r=0,39). Skoðuð var fylgni allra þessara þátta í skólamenningunni við árangur nemenda á samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk það ár sem spurningalistarnir voru lagðir fyrir og tvö ár þar á eftir. Í ljós kom jákvæð fylgni (r=0,66 og r=0,48) milli árangurs í 4. og 7. bekk og áherslu á skilning í kennsluháttum. Í 7. og 10. bekk komu fram jákvæð tengsl milli námsárangurs og áherslu á forystu og stefnufestu (r=0,32 og r=0,31).

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2011; 8: s. 19-37
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skólamenning-og-námsárangur.pdf360.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna