is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15873

Titill: 
  • Leiðir til víðsýni og aukins jafnréttis : hvernig geta leikskólakennarar sinnt jafnréttisfræðslu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er jafnréttisfræðsla í leikskólum. Jafnrétti varð einn af grunnþáttum menntunar í nýjum Aðalnámskrám fyrir leik-, grunn og framhaldsskóla frá árinu 2011 og lög um jafna stöðu kynjanna hafa verið til í hartnær fjörutíu ár. Því er markmiðið með þessari ritgerð að varpa ljósi á stöðu jafnréttisfræðslu í leikskólum. Spurt var: Hvernig geta leikskólakennarar sinnt jafnréttisfræðslu í leikskólum? Hver eru helstu birtingarform kynjamismunar í leikskólum? Hver eru helstu verkefni kennara til jafnréttisfræðslu? og Hvaða leiðir gætu gagnast til að efla jafnréttisfræðslu í leikskólum? Leitast var við að svara spurningunum með því að leita fanga í fræðilegum skrifum um viðfangsefnið. Niðurstöður benda til þess að kynna þurfi leikskólakennaranemum grundvallarhugtök kynjafræðinnar og halda endurmenntunarnámskeið fyrir starfandi kennara. Ýmsar leiðir er hægt að fara til að kenna jafnrétti í leikskólum til dæmis að leggja áherslu á hvernig kyngervi barna mótast í menningar-, sögu- og félagslegu samhengi. Leikskólakennarar þurfa að gefa börnum tækifæri til að endurskoða og endurmeta fyrri hugmyndir. Kennarar geta til dæmis spurt ögrandi spurninga um staðalmyndir kynjanna í samræðum við börn og gripið til mismunandi kennsluaðferða sem henta mismunandi hópum og einstaklingum.

Samþykkt: 
  • 26.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðir til víðsýni og aukins jafnréttis..pdf697.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna