is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15886

Titill: 
  • Orðaforðamyndun leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á mikilvægi þess að börn öðlist góðan orðaforða strax á leikskólaaldri. Rannsóknarspurningin sem lagt er upp með að svara er: Hvernig á orðaforðamyndun barna sér stað og hvaða leiðir eru færar til þess að efla orðaforða leikskólabarna?
    Gerð er grein fyrir þróun máls hjá börnum ásamt málnotkun og fjallað ítarlega um orðaforða, þróun hans og mikilvægi. Mikilvægi málörvunar er kemur að því að auka orðaforða leikskólabarna verður auk þess til umfjöllunar og að lokum verður fjallað um þær leiðir sem færar eru, einkum bækur.
    Helstu niðurstöður eru þær að það skiptir máli að búa yfir öflugum orðaforða og þær leiðir sem fjallað er um skipta gríðarlega miklu máli með tilliti til þess að auka við orðaforða barna. Orðaforðamyndun barna á sér ekki stað af sjálfu sér heldur þarf barnið fyrst og fremst að búa við ríkulegt mállegt umhverfi.

Samþykkt: 
  • 27.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara-lok.pdf477.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna