is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15887

Titill: 
  • „Hífum upp fánann og stolt horfum á“ : umhverfismennt í lífi leikskólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessu lokaverkefni er fjallað um mikilvægi umhverfismenntar og sjálfbærni í námi leikskólabarna. Lokaverkefnið skiptist í tvo hluta, annarsvegar greinargerð og hins vegar verkefnasafn. Í greinargerðinni er fjallað um hugtök eins og umhverfismennt og menntun til sjálfbærni, farið er yfir rannsóknir og hugmyndir fræðimanna um tengsl umhverfis við nám barna. Seinni hluti greinargerðarinnar fjallar um Skóla á grænni grein og markmiðið með því verkefni. Höfundar þessa lokaverkefnis eru báðar starfandi á leikskólanum Heklukoti á Hellu og hafa sinnt störfum sem tengjast verkefninu Skólar á grænni grein. Þá lýsum við ítarlega hvernig leikskólinn Heklukot steig skrefin sjö og hlaut Grænfánann í viðurkenningarskyni. Farið er yfir öll þemu Skóla á grænni grein í stuttu máli en þrjú af þeim þemum eru tekin ítarlega fyrir og þeim fylgir fjölbreytt verkefnasafn. Þau þemu sem við byggjum verkefnasafnið á eru vatn, átthagar og lýðheilsa. Hlutverk og markmið verkefnasafnsins er að leikskólinn Heklukot sem og aðrir leikskólar geti styrkt verkefni sín og starf til að ná markmiðum Skóla á grænni grein, sem og að þróa starf sem eykur hæfni nemenda á þessu námssviði. Verkefnasafnið er byggt upp með áherslur Landverndar og meginmarkmiðum Aðalnámskrár að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 27.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hifumuppfanann.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna