is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15924

Titill: 
  • Fyrirtæki á fallandi fæti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritinu er fjallað um regluna um fyrirtæki á fallandi fæti og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar til þess að unnt sé að byggja á henni. Í upphafi ritsins er fjallað almennt um samruna og mismunandi tegundir samruna og að því loknu verður gerð grein fyrir því hvað felst í samrunaeftirliti. Í öðru kafla ritsins fjallar höfundur um efnislegt mat á láréttum samrunum og gerð verður ítarleg grein fyrir þeim sjónarmiðum sem koma til skoðunar. Að auki verða evrópskar og íslenskar úrlausnir samkeppnisyfirvalda reifaðar til útskýringa. Þriðji kafli er svo þungamiðja ritsins en þar verður leitast við að útskýra hvað felst í reglunni um fyrirtæki á fallandi fæti og hvaða skilyrði þurfa að vera til staðar svo henni sé beitt. Gerð verður grein fyrir ákvörðunum samkeppnisyfirvalda í Evrópu sem snerta þróun á þeim skilyrðum sem til umræðu eru, og að lokum verður fjallað um skilyrðin og sönnunarbyrði samrunaaðila. Fjallað verður ítarlega um úrlausnir íslenskra samkeppnisyfirvalda og gerð verður grein fyrir beitingu innlendra samkeppnisyfirvalda á reglunni. Í ljós kemur að nokkuð ósamræmi er á milli íslenskrar framkvæmdar um sönnunarkröfur og þeirrar evrópsku. Reynt verður að varpa ljósi á hvort eitthvað sé sérstakt við þessar úrlausnir og ef svo er hvort að slíkt geti haft áhrif fordæmisgildi þeirra. Samkeppnisyfirvöld hér á landi hafa ekki slakað á sönnunarkröfum og virðast meðvituð um þá hættu sem stafar af beitingu þessarar undantekningarreglu. Loks er fjallað um helstu rök með og móti beitingu reglunar. Að lokum er umfjöllunin síðan dregin saman.

  • Útdráttur er á ensku

    The subject of this thesis is the failing firm defense and the criteria that are relevant for the application of the failing firm defense. In the first chapter of this thesis, the author will describe the term “merger” and different types of mergers as well as to elaborate what merger control is. In chapter two the author will focus on the assessment of horizontal mergers and will give an in-depth analysis of the different factors the Competition Authorities have to have in mind when assessing a horizontal merger. European and Icelandic case law concerning these factors will be examined. The third chapter is the center of this thesis and there the author will explain the basics of the failing firm defense and also the three criteria for the application of the defense. European case law concerning the development of the failing firm defense will be analyzed followed by the introduction of the criteria and the burden of proof. Icelandic case law regarding the failing firm defense will be thoroughly examined as well as the application of the Icelandic Competition Authorities. This illustrates the disparity between the Icelandic application regarding the burden of proof and the European one. The Icelandic and European Competition Authority are not prepared to relax the application of the failing firm defense even in this economic and financial downturn. The final chapter is a brief summary.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15924


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðmundur-BA-Læst.pdf450.69 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna