is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BA Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15927

Titill: 
  • Samningsbundin vanefndaúrræði - mörk þeirra.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er samningsbundin vanefndaúrræði og mörk þeirra að íslenskum rétti. Markmið ritgerðarinnar er að skýra þær takmarkanir sem lög og óskráðar reglur geta sett samningsbundnum vanefndaúrræðum þ.á.m..mörk samningsbundinna vanefndaúrræða gagnvart öðrum réttarreglum. Í upphafi inngangsorða skiptir höfundur þeim takmörkunum sem samningsbundnum vanefndaúrræðum eru sett í íslenskum rétti í þrennt en umfjöllun tekur mið af þeirri skiptingu. Í 2. kafla ritgerðarinnar er samhengisins vegna stiklað á stóru yfir helstu réttarheimildir kröfuréttar og samningsfrelsi aðila. Í 3. kafla er stuttlega fjallað um efndir kröfu og afleiðingar þess teljist krafa ekki réttilega efnd. Til að undirbúa lesandann undir viðfangsefni ritgerðarinnar er fjallað stuttlega í 4. kafla um helstu vanefndaúrræði sem leiða má af meginreglum kröfuréttar. Í 5. kafla er fjallað almennt um helstu samningsbundin vanefndaúrræði sem menn gangast undir með samningum sín á milli, til að leggja grunn að umfjöllun um mörk slíkra ákvæða sem er viðfangsefni 6. kafla sem er þungamiðja ritgerðarinnar. Þar er fjallað um takmörk samningsbundinna vanefndaúrræða með hliðsjón af þeim þrem þáttum sem nefndir eru í upphafi inngangsorða. Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru í fyrsta lagi að ófrávíkjanleg lög hafa að geyma umsvifamiklar takmarkanir á frelsi aðila til að semja sín á milli um vanefndaúrræði. Í öðru lagi hafa dómstólar ríkt svigrúm til að dæma samningsbundin vanefndaúrræði ógild eða breyta þeim séu þau ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju. Að sama skapi er hætta á að slík ákvæði verði dæmd ógild hafi forsendur samningsaðila í veigamiklum atriðum brostið. Í þriðja lagi komst höfundur að þeirri niðurstöðu að sú staða getur mögulega skapast að samningsaðilar séu verr settir en ella með þeim ákvæðum sem þeir hafa komið sér saman um. Í slíkum tilvikum geta meginreglur kröfuréttar í undantekningartilvikum komið samningsbundnum vanefndaúrræðum til fyllingar, reynist þau víkja í veigamiklum þáttum frá þeirri niðurstöðu sem myndi að öðrum kosti leiða af meginreglum kröfuréttar.

  • Útdráttur er á ensku

    The topic of this thesis is contractual default remedies and their limits according to Icelandic law. The essay aims to clarify limits that can be imposed on contractual default remedies by law and unwritten rules, including the limits of contractual default remedies in relation to other rules of law. At the beginning of the introduction the author divides the limits imposed on contractual default remedies by Icelandic law into three parts which form the basis for discussion. Chapter 2 provides a broad overview of the main sources of law for law of obligations and contractual freedom, as occasioned by the context. Chapter 3 contains a brief discussion of the fulfilment of a claim and the consequences when a claim is deemed not to be rightfully fulfilled. In order to prepare the reader for the essay’s subject, Chapter 4 gives a brief discussion of the main default remedies that can be deduced from the principles of the law of obligations. Chapter 5 provides a general discussion of the main contractual default remedies parties undertake by way of mutual agreement, in order to form a basis for a discussion of the limits of such provisions dealt with in Chapter 6, which contains the central point of the essay. The chapter discusses the limits of contractual default remedies, taking into consideration the three factors mentioned at the beginning of the introduction. The main findings of this thesis are, firstly, that mandatory law contains extensive limitations to the freedom of parties to make an agreement on default remedies. Secondly, courts possess ample flexibility to void contractual default remedies or change them, if they are unfair or contrary to sound business practice. Similarly, there is a risk of such provisions being ruled void if the presumptions of the contracting parties have failed in important aspects. Thirdly, the author came to the conclusion that a situation may arise where the contracting parties are placed at a disadvantage by the provisions they have agreed on. In such cases the principles of the law of obligations can in exceptional circumstances be complementary to contractual default remedies, if they prove to depart in important aspects from the conclusion that the principles of the law of obligations would otherwise lead to.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samningsbundin vanefndaúrræði - mörk þeirra. BA-ritgerð. Lokadrög..pdf732.77 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna