is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15941

Titill: 
  • Smámálameðferð : bættur aðgangur að dómstólum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að rannsaka meðferð minni háttar mála á Íslandi og hvort þörf sé á sérstakri smámálameðferð, til þess að uppfylla kröfur 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um aðgang að dómstólum.
    Ritgerðin hefst á inngangskafla þar sem rannsóknarefnið er kynnt. Í öðrum kafla er hugtakið smámál skilgreint, í samræmi við samsvarandi hugtök á Norðurlöndunum, sem ágreiningsmál sem varða kröfur með fjárhagslegt gildi undir 2.000.000 kr. Í þriðja kafla er farið yfir hvaða meðferð smámál fá í íslensku réttarkerfi, innan dómstólakerfisins og stjórnsýslunnar. Í fjórða kafla er ítarlega farið yfir smámálameðferð í Danmörku þar sem leitast er við að varpa skýru ljósi á helstu hliðar meðferðarinnar. Í fimmta kafla er á sama hátt gerð grein fyrir smámálameðferð í Noregi. Í sjötta kafla eru eldri hugmyndir um meðferð minni háttar mála hér á landi reifaðar. Í sjöunda kafla er farið yfir það hvort ástæða sé til að taka upp sérstaka smámálameðferð á Íslandi og í áttunda kafla er hugmynd að nýrri smámálameðferð kynnt. Að lokum eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman í lokakaflanum.
    Við rannsóknina var helst stuðst við sett lög, dómaframkvæmd og fræðiskrif, hérlendis og í Danmörku og Noregi. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að ný smámálameðferð myndi bæta aðgang að dómstólum á Íslandi í samræmi við mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu.

  • Útdráttur er á ensku

    Small claims procedure
    better access to courts
    The objective of this thesis is to evaluate procedure of small claims in Iceland and evaluate if there is a need for a special small claim procedure, in order to meet the access to courts requirements of Article 70(1) of the Icelandic Constitution and of Article 6(1) of the European Convention on Human Rights.
    The thesis starts with a preamble where the research is introduced. In the second chapter the term small claim is defined, in accordance with similar terms in the Nordic countries, as a dispute concerning claims with economic value under 2,000,000 kr. The third chapter presents the treatment of small claims in the Icelandic legal system, within the judicial system and the public administration. The fourth chapter analyses the small claims procedure rules in Denmark and seeks to clarify the key aspects of the procedure. In the fifth chapter the procedural rules of small claims in Norway are analysed. In the sixth chapter previous ideas of a special procedural rules for small claims in Iceland are discussed. In the seventh chapter it is discussed whether there is a reason to take up a special small claims procedure in Iceland in order to meet the access to courts requirements of Article 70(1) of the Icelandic Constitution and Article 6(1) of the European Convention on Human Rights. In the eighth chapter a proposal of a new small claims procedure in Iceland is introduced and finally there is a short conclusion where the main findings of the thesis are defined.
    The research was supported primarily by legislation, case law and the writing of scholars in Iceland, Denmark and Norway. The conclusion of the thesis is that access to courts would be better with a new small claims procedure in Iceland.

Samþykkt: 
  • 2.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15941


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
05.13 ML AGS.pdf867.17 kBLokaður til...13.05.2033HeildartextiPDF
05.13 ML AGS Vidaukar.pdf1.45 MBLokaður til...13.05.2033FylgiskjölPDF