is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15944

Titill: 
  • Forgangur innstæðna með hliðsjón af meginreglu gjaldþrotalaga um jafnræði kröfuhafa o.fl.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um þær breytingar sem lög nr. 125/2008 um heimild til fjárveitinga úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði, hin svokölluðu neyðarlög, fólu í sér. Rannsóknarspurningin er hvort að jafnræði meðal kröfuhafa hafi verið brotið með neyðarlögunum. Með setningu neyðarlaganna var innstæðum veittur forgangur við slit fjármálafyrirtækja, sbr. 112. gr. laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl., 2. mgr. 103. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og 3. mgr. 10. gr. laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta. Ritgerðin skiptist í í fjóra þætti. Í fyrsta lagi verður fjallað um flokkun krafan í þrotabúum. Því næst verður gerð grein fyrir meginreglunni um jafnræði kröfuhafa. Þá verður fjallað um neyðarlögin og að endingu verður fjallað um það þegar innstæðum var veittur forgangur við slit fjármálafyrirtækja. Í umfjölluninni um flokkun krafna í þrotabúum verður varpa ljósi á tilurð reglnanna um skuldaröðina sem fram koma í gjaldþrotalögunum. Áhersla verður lögð á umfjöllun um forgangskröfur sem fjallað er um í 112. gr. laga nr. 21/1991. Því næst verður fjallað um meginreglu gjaldþrotalaganna um jafnræði kröfuhafa og þær undantekningar sem gilda frá meginreglunni, hvar meginregluna er að finna og litið verður til þess hvernig jafnræði kröfuhafa kemur fyrir í dönskum og norskum rétti. Þar á eftir verður fjallað um neyðarlögin, tilurð þeirra og um hvað þau fjalla. Loks verður varpað ljósi á það hvernig innstæðum var veittur forgangur við slit fjármálafyrirtækja með setningu neyðarlaganna. Fjallað verður ítarlega um hugtakið innstæða eins og það kemur fyrir í lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem byggð eru á tilskipunum Evrópuráðsins og þingsins nr. 94/19/EB og nr. 97/9/EB. Við túlkun á hugtakinu innstæða hafa dómar Hæstaréttar mikla þýðingu og verða því helstu sjónarmið dómanna varðandi hugtakið gerð skil í ritgerðinni. Að lokum verða dregnar saman niðurstöður þar sem höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið brotið gegn meginreglu umjafnræði kröfuhafa þegar innstæðum var veittur forgangsréttur með neyðarlögunum.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis deals with the changes that where made with Act no. 125/2008 on the Authority for Treasury Disbursements due to Unusual Financial Market Circumstances etc. The research topic is whether equality between creditors was broken with given Act. Deposits were given the position as priority claims, according to article 112 of Act no. 21/1991 on Bankruptcy etc., article 103. of Act no. 161/2006 on Financial Institutions and article 10 of Act no. 98/1999 on Deposit Guarantees and an Investor-Compensations. This thesis is divided into four main chapters, division of claims in estates, equality between creditors, Act no. 125/2008 and when claims for deposits were given priority when financial institution goes bankrupt. The focus will be on priority claims that are found in article 112 of Act no. 21/1991 on Bankruptcy etc. Then discussion will be on the principle of Act. no. 21/1991 on Bankruptcy etc. concerning equality between creditors and the exceptions from the principle, where the principle is found. Next the discussion will be how equality between creditors is in Danish law and Norwegian Law. Then the focus will be on Act. no. 125/2008, the genesis of the Act and what they are about. Finally the focus will be on how deposits were given priority when a financial institution goes bankrupt. The discussion will then be on the definitions of deposits like it is found in Act no. 98/1999 on Deposit Guarantees and Investor-Compensations that implemented from the Directive 94/19/EC on Deposit-guarantee schemes and Directive 97/7/EC on the protection of consumers in respect of distance contracts. When interpreting the concept of deposits recent judgment from the Supreme Court of Iceland have great meanings to the main focus with these judgments will be told. Therefor the author’s results are that the equality between creditors was not broken when deposits became priority claims with the Act. no. 125/2008.

Samþykkt: 
  • 3.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forgangur innstæðna með hliðsjón af meginreglu gjaldþrotalaga um jafnræði kröfuhafa o.fl..pdf688.42 kBLokaður til...13.05.2043HeildartextiPDF