is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16012

Titill: 
  • Hvernig eflir reynslunám félagsfærni? : útinám og samskipti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er 14 eininga lokaverkefni til BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um reynslunám og hvernig það eflir félagsfærni þar sem áherslan er á útinám og samskipti. Í ritgerðinni verður fjallað um útinám almennt og tengsl þess við reynslu- og samvinnunám en þessar námsaðferðir eru sérstaklega mikilvægar í útinámi. Reynslunám gefur einstaklingum tækifæri á að byggja á reynslu sem og efla þekkingu sína. Samvinnunám eflir samvinnu nemenda ásamt því að efla félagsfærni og sjálfstraust einstaklinga. Þetta tvennt, ásamt sjálfsmynd, getur hjálpað mikið til þegar einstaklingar þurfa að koma fram og tala fyrir framan fólk. Því verður félagsfærni tekin fyrir þar sem sjálfstraust og sjálfsmynd verða meðal annars útskýrð. Í lokin verður farið yfir samskipti þar sem aðaláherslan er á ræðumennsku. Í ritgerðinni verður einnig farið yfir þroska- og vitsmunakenningar eftir þekkta fræðimenn á borð við Dewey, Piaget og Vygotsky en Dewey er talinn einn helsti frumkvöðull reynslunáms. Einnig setur höfundur fram reynslusögur í ritgerðinni.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hvernig_eflir_reynslunam_felagsfaerni.pdf926.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna