is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16017

Titill: 
  • Í skjóli heimilis : ofbeldi gagnvart börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hve slæmar aðstæður sum börn búa við á heimilum sínum. Þær eru alls staðar að finna og þar skiptir þjóðfélagsstaða eða stétt fólks ekki máli. Mikill fjöldi barna býr því miður við hræðilegar aðstæður vegna ofbeldis sem á sér stað innan veggja heimilisins, oft af völdum fólks sem það telur sig geta treyst. Börn verða fyrir hvers kyns ofbeldi; líkamlegu, kynferðislegu, andlegu eða vegna vanrækslu.
    Í þessara ritgerð fjalla ég um börn sem verða fyrir heimilisofbeldi og orsakir þess og afleiðingar.
    Ég mun skoða hverjar birtingarmyndir heimilisofbeldis eru og hvernig þær lýsa sér.
    Börn sem verða fyrir ofbeldi munu mörg hver gjalda fyrir það allt sitt líf og því miður er ofbeldi gagnvart börnum algengara en margur heldur.
    Ég mun skoða helstu afleiðingar ofbeldis gagnvart börnum og þau einkenni sem hægt er að greina hjá þeim sem verða fyrir slíku. Hver eru þau einkenni sem starfsfólk leik- og grunnskóla, og fleiri, þurfa að þekkja í fari barna sem beitt hafa verið ofbeldi á heimilum? Viðkomandi verða að þekkja einkennin og geta bent fagaðilum á svo börnin fái viðeigandi hjál. Það er mjög mikilvægt að bera ávallt hag barna fyrir brjósti og huga að málstað þeirra og mannréttindum.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16017


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð nanna pdf.pdf601.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna