is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16025

Titill: 
  • Sinn er siður í landi hverju : samanburður á uppeldisáherslum foreldra úr einstaklings- og hóphyggjusamfélögum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um uppeldisáherslur foreldra í einstaklings- og hóphyggjusamfélögum. Einstaklingshyggja er sú hugsun eða stefna að hugsa eigi aðeins um sjálfan sig og þá sem eru einstaklingnum næstir. Áherslan er að einstaklingurinn taki eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni hópsins. Hóphyggja er sú hugsun eða stefna að einstaklingurinn aðlagi sig að hópnum og hugsi fyrst og fremst um hag hans í heild sinni. Áherslan er þá sú að einstaklingurinn virði og hlýði yfirvaldi og taki hagsmuni hópsins fram yfir sína eigin. Þegar svo ólíkar stefnur eru skoðaðar var lagt upp með að svara spurningunni; hvar liggja uppeldisáherslur foreldra úr einstaklings- og hóphyggjusamfélögum og hver er munurinn á menntakerfi þessara samfélaga? Markmiðið var að bera saman og athuga hver megin áherslumunurinn er á uppeldi foreldra úr einstaklings- og hóphyggjusamfélögum. Foreldrar einstaklingshyggjusamfélaga leggja áherslu á sjálfstæði, persónulegt val, innri hvatnigu og sjálfsvirði í uppeldinu. Foreldrar ú hóphyggjusamfélögum leggja áherslu á samband fjölskyldu og vina, hlýðni, virðingu og aðlögun hópsins. Menntakerfi þessara samfélaga eru ólík á þann hátt að ekki er lögð áhersla á einstaklingsmiðað nám í hóphyggjusamfélögum en það er gert í einstaklingshyggju samfélögum.

Samþykkt: 
  • 16.7.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16025


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Thorkatla_forsida1.pdf321.65 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
BA-Thorkatla_meginmál1.pdf1.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna